föstudagur, ágúst 26, 2005

Í fréttum er þetta helst

Nú er langt um liðið síðan ég bloggaði seinast, það er nú ekki það að mikið hafi drifið á daga mína nei frekar hitt he he. Ég kíkti reyndar í heimsókn til Gerðar og mömmu hennar í Köben um seinustu helgi fórum á mega útsölur á strikinu, fórum í Tívolíið bæði föstudags og laugardagskveld. Helgi Palli frændi hennar er að vinna þar og bauð okkur. Hann er að vinna við ljós og eð sona tæknidót fyrir tónleika ofl. þarna vinnur meira að segja stundum með Margréti drottningu sem er búningahönnuður. Fórum á Jensens á laugardagskveldinu. Fórum svo á nýju ströndina á Amager á sunnudeginum frekar stór og flott strönd. Enda var þetta lika glimrandi góða veður alla helgina.
Ég var á skypinu í gær að tala við Ísland eða allavegana fólk sem býr þar og mér heyrist leikaraliðið í Flags of our fathers vera að fara með landann. Systir mín og vinkonur hennar búnar að djamma með Billi Elliot og Kristín Erla búin að fara á deit með Jesse Bradford. Ég er sko ekki búin að hitta neinn frægan og ég er í útlandinu. Ekki nema það teljist með að ég sá Birgittu Haukdal í Tívolíinu í Köben he he.
En í dag er svaka mikið að gerast í vinnunni það er verið að vígja leikskólann því nú á hann að vera íþróttaleikskóli og svo á leiksólinn afmæli og það er sumarveisla það er sko allt að gerast. Ég verð örrugglega dauð þegar dagurinn er búinn. Svo kemur Louise Gade og Flemming Knudsen og halda ræðu það vita náttla allir Íslendingar hérna í Árósum hver það eru... ég verð nú að játa að ég hafði nú ekki glóru um hvaða fólk væri verið að tala um, þá var þetta borgarstjórinn núverandi og sá sem var á undan. Svona veit maður mikið um bæinn sem að maður býr í.
Ég bý í Hasle og þar búa slatti af innflytjendum sem er nú ekki frásögum færandi nema hvað að í fyrrakvöld voru gengisslagsmál hérna rétt hjá þar sem ég bý gúlp... Ég hrökk við kl 22 þegar einhverjir hlaupa framhjá glugganum hjá mér stend upp og kíki út þá sé ég lögguna hlaupa í garðinum hjá mér, fékk svo að vita það daginn eftir að Trillegardsgengið hefði haft upphafið að um 30 manna slagsmálum hérna´. Mér finnst þetta nú ekki alveg nógu sniðugt. En þetta gengi er víst samansett af innflytjendum hérna úr hverfinu....
Ragnheidur kveður úr gettóinu

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Helgin

Ég fór á föstudagskveldið og heimsótti Emil, Siggu Lóu og litlu sætu Selmu sem var búin að stækka ansi mikið síðan ég sá hana síðast, orðin svo mannaleg eitthvað. Edda kom líka og var þetta hið huggulegasta kvöld. Pöntuðum pizzu, spjölluðum og spiluðum. Í alla staði hin besta skemmtun.
Í dag fór ég í Bilka sem er nú ekki frásögu færandi nema vegna þess að Bilka á afmæli í dag og er 35 ára til hamingju með það. Það var reyndar ekki frásögnin en ég mætti semsagt kl 10 þegar opnaði því ég var að fara að kaupa mér pels og vildi koma í tíma áður en allt væri búið eins og ég lenti einu sinni í þegar ég var að kaupa mér leðurjakka í sömu verslun og allir jakkarnir búnir. Nehei ætlaði sko ekki að lenda í því nema það að ég held að allir íbúar Árósa hafi verið með sömu hugsun því ég hef aldrei séð jafn mikinn fólksfjölda í einni búð þetta var bara eins á þriðja í jólum í Hagkaup ha ha nei meira örruglega en ég náði mér í pels og bara frekar sátt við það á 300 kall bara gerfi samt vill nú ekki að greenpeace fari að kasta í mig eggjum nei nei segji sona. Annars gengur bara vel í vinnunni og svo ætla ég liklega að kíkja í heimsókn til Gerðar í Köben um næstu helgi. Bless í bili Ragnheidur

laugardagur, ágúst 13, 2005

sjón er sögu ríkari

tilgangur þessara skrifa er einungis til að benda áhugasömum og já öllum bara á þessa klippu hérna. ótrúlegt en satt

http://www.beygla.is/video1.php?id=73

kveðja
Gun

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Til hamingju með daginn Gunni

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Gunni, hann á afmæli i dag. Já og orðinn líka 27 ára. En það var hið undarlegasta comment á síðunni minni í dag þið getið séð það hérna á blogginu fyrir neðan, einhver kall frá Bretlandi sem sagðist hafa fundið síðuna okkar á einhverri dáleiðslusíðu ég veit ekkert hvað hann er að tala um. Ef einhver hefur hugmynd um það þá endilega er sá hinn sami beðinn um að deila þeim upplýsingum með mér. Ragnheidur

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Tinna farin heim

Þá er Tinna farin heim á klakann. Snökt snökt. Ég er allavegana búin að setja inn nokkrar myndir frá því að hún var hérna hjá mér. Þær finnið þið hérna 'Eg er semsagt orðið alein hérna en Gunni kemur ekki alveg strax. Ég ætla samt að skella mér í heimsókn til hennar Gerðar í Kaupmannahöfn þarnæstu helgi það verður nú gaman. En það var ekki meira í bili. Kv. Ragnheidur

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Daglegt líf

Það er búið að vera voða fínt hérna hjá okkur systrum síðustu daga. Það er sko búið að þræða búðir bæjarins. Svo kom vinkona hennar Tinnu í heimsókn hérna á föstudaginn og er búin að vera hérna um helgina. Við fórum svo allar saman út að borða á Ítalíu og kíktum svo á Under masken, café Smaglos og svo á Sams bar það var hresst kvöld nú sitjum við og horfum á back to the future sem er náttla bara besta mynd Steven Spielberg. Tinna er búin að vera dugleg að versla síðustu daga en ég er búin að ná að halda aftur að mér svaka stollt:) ha ha. Við ætlum svo að skella okkur í smá túristaferð um Árósar í dag eða á morgun skoða gamla bæinn og bazar west og kanski fara í Tívolíið. kv. Ragnheidur

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Allt í gangi

Það er sko engin lognmolla hjá mér þessa dagana. Ég er sumsé komin aftur til Árósa kom á laugardagskvöldið eftir langa viðveru í Keflavík. Stóðum (ég og Tinna sys sem er hérna í heimsókn hjá mér) í klst eða meira í röð til að innrita okkur því það voru aðeins 2 konur að innrita á hverjum 10 innritunarborðum. Svo var nánast hlaupið í gegnum fríhöfnina vegna tímaskorts og sátum svo auka klst útí vél vegna seinkunar great. Sunnudeginum var eitt í Köben skoðað Christjaníu farið í Tívolí og rölt strikið. Við komum svo til Árósa seint á sunnudagskveldi. God it´s good too bee home. Á mánudagsmorgni byrjaði ég svo í praktikinni minni í leikskólanum Herredsvang, sem er við hliðiná þar sem ég bý ekki slæmt það. Það var rólegur dagur bara 3 börn á deildinni en lýst bara vel á. Þetta er náttla enginn Arnarsmári en það er nú líka erfitt að toppa þann stað. Svo var bara haldið beint í búðirnar með Tinnu eftir vinnu því hún á svo mikið af peningum sem hún bara verður að losa sig við ha ha. Við fórum svo aftur í dag í bæinn í ca 6 klst.
Smá saga úr bænum. Ég var sumsé búin að kaupa mér þessar svaka fínu Lisbeth Dahl skálar og salat hnífapör í Frú fiðrildi á Laugaveginum eða einhverstaðar þar í nágrenninu á 60 % afsl og hélt ég hefði gert þessi líka reifarakaup 1000 kr fyrir 3 skálar og hnífapörin var í bænum í Árósum og sá að þetta er meira en helmingi ódýrara hér og ekki einu sinni á neinni útsölu ha ha ha
læt þetta vera lokaorðin hér í kvöld og hafiði það öll sem allra best. kv. ragnheidur

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed