sunnudagur, ágúst 14, 2005

Helgin

Ég fór á föstudagskveldið og heimsótti Emil, Siggu Lóu og litlu sætu Selmu sem var búin að stækka ansi mikið síðan ég sá hana síðast, orðin svo mannaleg eitthvað. Edda kom líka og var þetta hið huggulegasta kvöld. Pöntuðum pizzu, spjölluðum og spiluðum. Í alla staði hin besta skemmtun.
Í dag fór ég í Bilka sem er nú ekki frásögu færandi nema vegna þess að Bilka á afmæli í dag og er 35 ára til hamingju með það. Það var reyndar ekki frásögnin en ég mætti semsagt kl 10 þegar opnaði því ég var að fara að kaupa mér pels og vildi koma í tíma áður en allt væri búið eins og ég lenti einu sinni í þegar ég var að kaupa mér leðurjakka í sömu verslun og allir jakkarnir búnir. Nehei ætlaði sko ekki að lenda í því nema það að ég held að allir íbúar Árósa hafi verið með sömu hugsun því ég hef aldrei séð jafn mikinn fólksfjölda í einni búð þetta var bara eins á þriðja í jólum í Hagkaup ha ha nei meira örruglega en ég náði mér í pels og bara frekar sátt við það á 300 kall bara gerfi samt vill nú ekki að greenpeace fari að kasta í mig eggjum nei nei segji sona. Annars gengur bara vel í vinnunni og svo ætla ég liklega að kíkja í heimsókn til Gerðar í Köben um næstu helgi. Bless í bili Ragnheidur

1 Comments:

At 7:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ takk fyrir síðast, fyndið ég var líka í Bilka í dag!..hahh..fór reyndar seinni partin og ég ætlaði að kaupa mér ferðatösku en þær voru búnar..geri eins og þú næst..mæti fyrst á svæðið áður en allt verður búið...en það var KLIKKAÐ að gera, ég hef aldrei séð eins mikið fólk í Bilka áður og að sjálfsögðu heyrði maður íslenskuna í hverju horni eins og vanalega...ahh..heyrumst;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed