þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Allt í gangi

Það er sko engin lognmolla hjá mér þessa dagana. Ég er sumsé komin aftur til Árósa kom á laugardagskvöldið eftir langa viðveru í Keflavík. Stóðum (ég og Tinna sys sem er hérna í heimsókn hjá mér) í klst eða meira í röð til að innrita okkur því það voru aðeins 2 konur að innrita á hverjum 10 innritunarborðum. Svo var nánast hlaupið í gegnum fríhöfnina vegna tímaskorts og sátum svo auka klst útí vél vegna seinkunar great. Sunnudeginum var eitt í Köben skoðað Christjaníu farið í Tívolí og rölt strikið. Við komum svo til Árósa seint á sunnudagskveldi. God it´s good too bee home. Á mánudagsmorgni byrjaði ég svo í praktikinni minni í leikskólanum Herredsvang, sem er við hliðiná þar sem ég bý ekki slæmt það. Það var rólegur dagur bara 3 börn á deildinni en lýst bara vel á. Þetta er náttla enginn Arnarsmári en það er nú líka erfitt að toppa þann stað. Svo var bara haldið beint í búðirnar með Tinnu eftir vinnu því hún á svo mikið af peningum sem hún bara verður að losa sig við ha ha. Við fórum svo aftur í dag í bæinn í ca 6 klst.
Smá saga úr bænum. Ég var sumsé búin að kaupa mér þessar svaka fínu Lisbeth Dahl skálar og salat hnífapör í Frú fiðrildi á Laugaveginum eða einhverstaðar þar í nágrenninu á 60 % afsl og hélt ég hefði gert þessi líka reifarakaup 1000 kr fyrir 3 skálar og hnífapörin var í bænum í Árósum og sá að þetta er meira en helmingi ódýrara hér og ekki einu sinni á neinni útsölu ha ha ha
læt þetta vera lokaorðin hér í kvöld og hafiði það öll sem allra best. kv. ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed