Heimsókn frá Köben
Þá er enn ein helgin að baki. Það er alltaf gaman að fá aðeins lengri helgi eins og núna en Gerður og Kjarri komu í heimsókn og það var nú voða ljúft. Á Fimmtudagskvöldið fórum við á Universitetsbaren og hlustuðum á smá músík. Á Föstudeginum var allt lokað vegna þess að það var frídagur en við gátum þá kíkt í Bazar Vest þar sem það var ekki lokað. Við horfðum á Fc Heklu vinna í fótbolta 1-0 og svo fóru strákarnir á pókerkvöld hjá fótboltanum og ég og Gerður skelltum okkur í bíó. Svo skelltum við okkur í singstar á laugardagskvöldið og spiluðum líka. Svo fórum við Gerður í eina af okkar uppáhalds búðum á sunnudeginum en það er að sjálfsögðu Ikea sem að ég er að tala um. Þar keypti ég mér grill sem er bara gaman því að grill er svo mikið sumar. Við grilluðum svo pullur með beikonvafningi um kvöldið í sólinni. Hreinasta snilld. Maður er sko alveg komin í sumarfílinginn en langt er enn í sumarfrí eða þann 20 júní.
ble í bili Ragnheidur Ósk