fimmtudagur, apríl 28, 2005

30 sek. vs 2 tímar

Jæja, þá er maður snúinn aftur...böööhöööö.....hrædd? Annars sé ég fram á nægan tíma til að blogga svona næstu mánuði eftir sumrarið...maður verður nú að hugsa fram í tímann. Allaveganna mun ég hafa svona tja...4 tíma til aflögu...hvern dag...í þrjá mánuði...í lest! Þannig að...þið heppinn, en ég ekki. Fyrir þá sem hafa enga hugmynd um hvað ég er að tala þá á ég við starfsnámið mitt næsta haust. Ég fékk rykið í buxnavasanum þegar verið var að deila út praktíkstöðunum ...ha..ég bitur. Já, ég ætla bara að taka þetta út núna og svo ekki söguna meir. Ég á bara eftir að lesa helling í lestinni og læra vonandi alveg helling í praktíkinni. En annars á ég eftir að vinna á unglingageðdeildinni í Herning sem er klukkutíma og korter í burtu með lest, plús tvær strætóferðir í 10 og 20 mínútur, og svo er það náttúrlega heimferðin skemmtilega eftir. Og ó já, ég verð að vakna svona 05:45 fjóra morgna í viku! Og ég var að vorkenna Ragnheiði sem var klukkutíma í burtu. En ég innilega samgleðst henni að fá praktík 30 sek í burtu. En sá sem útdeilti þessu sagði að ég hefði verið mjög heppinn...það sem var hægt að velja um var þessi staður, og svo Holsterbro...einmitt...Holsterbro spurði ég ...hvar er það? Heyrðu já, það er á norður Jótlandi, bara tvo tíma í lest í burtu, en þeir eru með herbergi sem þú getur bara gist í eða svo geturðu líka bara flutt þangað...! Rend mig i roven! C´est la vie, saden er det bare eða svona er lífið! En vinnustaðurinn er spennandi, það er líklegasta það mikilvægasta. Já, núna eruð þið komin líka með mig til að blaðra um praktíkina en...ég læt þetta duga þar til í haust...eða reyni það :=)

p.s. þá er kominn linkur á ókeypis sms sendingar sem við fundum loksins, og það á heimasíðu banka!

4 Comments:

At 11:26 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já Gunni hérna að taka heiðurinn af einhverju sem að við fundum nú ekki alveg sjálf. Gerður fann þennan sms link. hurra hurra nú getur maður sent 5 sms á dag ókeypis
Kv Ragnheidur

 
At 1:46 e.h., Blogger Drekaflugan said...

jaaa...en vid fundum hann a heimasidu Gerdar :)

 
At 4:13 e.h., Blogger Regína said...

Ég setti þetta líka inn á mína síðu og eignaði engum heiðurinn... En þakka Röggu hér með fyrir að hafa bent mér á þetta og Gerði fyrir að hafa sett þetta á síðuna sína.

 
At 6:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

He he gott að ég fæ að eiga heiðurinn með sms síðuna, annars þá fann ég þennan link á einhverri síðu hjá einhverjum Íslending :) gaman að því

Kveðja Gerður

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed