mánudagur, júlí 30, 2007

Málaralíf

1. regla hnakkans:

Vertu alltaf med sólgleraugu, sama hvad thú ert ad gera. Thad skemmir heldur ekki fyrir ad vera ber ad ofan.Ég lenti án efa í vandræðalegasta atviki ævi minnar núna fyrr í dag. Ég var sem sagt nýkominn frá málarabúðinni, hérna dágóðan spotta frá, og var búinn að versla mér allt sem til þurfti til að mála íbúðina vel og vandlega. Málningu, pensla, tape, plast og fleira og fleira. Ég var náttúrulega á hjóli eins og venjulega og sá að til að koma öllum þessum 20 lítrum af málningu heim, mundi ég þurfa að hafa þrjár hendur. Ég náði samt að setja einn 10 lítra dunk á stýrið ásamt öllum pokunum og setti hinn 10 lítra dunkinn á bögglaberann. Þetta gekk voða vel, þetta var 15 mínútna rölt og allt sat fast á sínum stað. Eða þar til ég var næstum kominn heim og átti bara eftir að fara yfir ein ljós. Og það má með sanni segja að ég hafi sett mark mitt á þessi gatnamót, því þegar ég var í þann mund að fara yfir, fer ég yfir litla mishæð, sem veldur því að, já...þið getið rétt ímyndað ykkur. Málningardunkurinn veltur af bögglaberanum og beint á jörðina með miklum dynki, lokið brotnar af og út leka 10 lítrar af hvítri málningu beint á götuna!!!

...anda eða hlæja...

...og halda áfram...

Hmmm....kannski ég hefði átt að setja hina dolluna á hitt stýrishandfangið? Samt fáránlegt að dollan skuli ekki þola meira högg en þetta :)

Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi segja sumir, þeir hafa rétt fyrir sér. Ég náttúrulega tók strax pensilinn upp úr og fór að þykjast vera mála göngubrautina, en allt kom fyrir ekki, fólk stóð ásíðis og skellihló. Svo skemmtilega fyrir bareigandann á horninu þá gerðist þetta beint fyrir framan barinn hans og ég var orðinn að þvílíku bíó fyrir fólkið þar inni. Hann hefur ørugglega selt mun fleiri øllara fyrir vikid.

Auðvitað var þetta óborganlega fyndið, mér var bara ekki alveg hlátur í huga þegar þarna var komið við sögu. Ég fór inn á barinn og mætti brosmildum andlitum og mjög hjálpsömum þjóni. Hann útvegadi mér fægiskóflu, stóra fötu og rúllu af pappír. Ég hófst handa og ótrúlegt en satt að þá fór næstum öll málningin aftur ofan í tunnuna. Það er búið að rigna svo mikið (thank god :/) að gatan var alveg tandurhrein. Það verða kannski nokkur korn í málningunni, en ég segi þetta sé bara svona gróf áferð á veggjnum, ef e-r spyr. Restina þurrkaði ég svo upp með pappírnum og setti síðan pappa yfir allt.

Það hefur heyrst talað um að mála bæinnn rauðan, en ég málaði Köben bara hvíta. Þetta var við ljós svo það stoppuðu ófáir bílar/hjóllreiðamenn og sendu mér samúðarbros eða vel valdar háðsglósur og undir lokin var ég farinn að skellihlæja að þessu öllu saman. Ég veit allavegann að ég hef létt undir deginum hjá ansi mörgum, og það ókeypis :)


En svona til ad fyrirbyggja allan misskilning, thá var nú ástæda fyrir sólgleraugunumE.s. Úr hvada bíómynd er eftirfarandi atridi (nema í stad kústs, thá var notud øxi)?


(ath. atridid er svidsett)

Thetta var líklega seinasta bloggid hér í Danmørku, svo vid segjum bara bless í bili og sjáumst á klakanum.

Gun og Rag

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Minimalistísk stemming á Prags B.Maður lifandi, það var tekið á því í gær! Ég finn bara hvernig harðsperrurnar eru að verða verri og verri. Já, flutningarnir eru yfirstaðnir og gengu þeir bara mjög vel fyrir sig, þrátt fyrir að við vorum bara þrjú. Árni Richard bjargaði okkur fyrir horn og án hans værum við líklega enn að ferma niður. Sem gjöf á móti fékk hann þessa ágætu hreyfingu :) Það má segja að þarna hafi útsölurnar komið í hausinn á okkur, reyndar ekki jafn mikið og í hausinn á Ragnheiði, því hann virtist bara soga til sín alla mögulega lausa hluti.

En eins og sjá má á myndinni er íbúðin frekar tómleg og látlaus. Fullt af tómum snögum á veggjunum (eftir myndir ofl) og því ekkert að gera nema nýta það sem við höfum. Þessi IKEA poki t.d., sem nú þjónar hlutverki óhreinatauskörfu, verður bara að segjast taka sig vel út á vegginum. Að auki komst ég að því að það er meira að segja hægt að nota hann sem körfu þegar henda á óhreinum sokkum í óhreina tauið! Svo það er nóg hægt að gera sér hér til dundurs... ;)En nú tekur næsta skref við: málningar- og viðhalds aðgerðir. Við ætlum að koma íbúðinni í samt horf aftur, til að fá sem mest borgað af tryggingunni tilbaka. Ég fékk algeran gullmola frá húsverðinum í dag, varðandi hvort mála ætti loftið:

Húsv: hafiði reykt inní íbúðinni?
Ég: Nei.
H: Hafiði haft gesti sem hafa reykt inní íbúðinni?
É: Nei.
H: Hmmm...hafiði eldað heitan mat?
É: Já, að sjálfsögðu!
H: Já, þá þurfið þið að mála! Gufan sko fer út um allt....
É: Hahahaha...

Þetta er nú meiri hálfvitinn :)

föstudagur, júlí 20, 2007

SUMARFRÍ Í KÖBEN

Við Gunni erum búin að vera í sumarfríi þessa vikuna. Vei vei og eftir langa rigningartörn já tja líklega seinustu 4 vikur þá kom loksins gott veður og það akkúrat í frívikunni. Snilld og ekkert annað. Við Gunni erum búin að fara á Islandsbrygge og sóla okkur soldið frekar næs
Svo erum við búin að kíkja á útsölurnar sem geta verið ansi magnaðar hér í Danmörku. 'Eg keypti mér 3 kjóla og eitt pils nota bene frekar flottar flíkur á 550 kall danskar og Gunni keypti sér þvílíkt töff jakka á 100 kall sem átti að kosta 1300. Svo erum við búin að kaupa allskonar sniðugt í nýju fínu íbúðina eins og barstóla
Í gær fórum við svo í algjöra menningarferð um Köben ég gaf Gunna sona cph card í sumargjöf hérna í byrjun sumars sem gefur manni ókeipis aðgang á fullt fullt af söfnum á Sjálandi. Við byrjuðum á að fara á Ny Carsberg Glyptotek sem er risa stórt safn með allskonar listaverkum styttum, málverkum allstaðar að úr heiminum. Picasso, van gogh og félagar voru allir með verk þarna. Svo sáum við þessar múmíur frá 300 fkr Því næst fórum við á Dansk design center sem er alltaf með flottar sýningar um danska hönnun núna var það um danska fatahönnun. Svo fórum við á Kunstindusrimuseet sem er allskonar húsgagnahönnun frá bæði kína og evrópu og svo Danmörku að sjálfsögðu alveg ed fyrir mig þar sem maður gat séð fullt af þessum klassísku dönsku húsgögnum eins og þennan hérna
Svo fórum við á arbejdermusseet þar sem við gátum séð hvernig verkalíðurinn í dk lifði í gamla daga. Þvínæst fórum við á Zoologisk museum þar sem við sáum allskonar uppstoppuð dýr allt frá köngulóm uppí ljón. Svaka flott safn. Svo slúttuðum við túrnum á H.C Andersen safninu sem var svona lala en allt í allt mjög fínn dagur.
Svo erum við búin að stússast allskonar því það er nú svo svo margt sem þarf að gera áður en maður flytur svona úr landi. Allskonar leiðinleg pappírsvinna og reddingar hér og þar. Helgin fer svo í að pakka restinni af dótinu okkar því svo förum við með það í gáminn á þriðjudaginn svo það verði komið til Íslands á sama tíma og við svo við getum flutt inn sem fyrst. Later Ragga

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Munkalíferni framundan...

...samt ekki eins og þið haldið :) Málið er að hér á Prags Boulevard er undirbúningur fyrir flutning kominn vel á veg og eru 15 kassar þegar orðnir fullir af fötum og öðrum smámunum. Við munum nefninlega flytja dótið okkar út þann 24. júlí og munum því verða án nær allra veraldlegra gæða í eina viku. Aftur á móti mun innbúið koma sadægurs okkur til Íslands. En þessi vika verður notuð til að mála íbúðina og stunda innhverfa íhugun og flest annars en að láta undan tímaþjófum á borð við internets og sjónvarps.

Þetta gæti reyndar skapað smá vandamál í daglegu lífi okkar. Hvað gerum við t.d. varðandi matseld og hjólarferða í vinnuna? Hmmm....það fyrrnefnda verður kannski ekki vandamál...”ég sé fyrir mér töluvert magn af kínamats og pizzaboxum eftir 10 daga”. Við munum einnig halda eftir rúminu okkar, sófanum, einu borði og nokkrum smámunum, sem við ætlum að skilja eftir eða reyna selja. B.t.w. ef e-r vill sófa á 350, eldhúsborð á 250 eða rúm á 600, þá látið vita.

Svo erum við einnig búin að vera dugleg að nýta okkur ákvæðið í tollalögunum um að “fólk búsett í eitt ár eða lengur, má hvert flytja inn nýjar vörur að verði 100.000 kr án þess að borga af því skatt”. Ekki slæmt það og ekki verra að hægt er að það er hægt að fá danska virðisaukann endurborgaðann gegn stimpli frá íslenska tollinum. Við erum því búin að versla okkur m.a. þvottavél ásamt öðru dóti sem er fyrir mun ódýrara hér en heima. Gott ef ég bað ekki um tax free á Mcdonald´s hér um daginn.

mánudagur, júlí 16, 2007

Farið er komið!


Jæja, það var mikið að Íslendingar gátu séð sér fært um að aflétta einokuninni á góða veðrinu og leyfa öðrum að njóta veðurblíðunnar :) Hitinn í dag hefur eflaust skriðið uppí 30 stigin og því ágætis byrjun á sumarfríinu okkar!

fimmtudagur, júlí 12, 2007

News update

Ég kíkti aðeins á heimasíðu Sálfræðingafélag Íslands í dag og sá þar óvænta kveðju:

Nýir löggiltir sálfræðingar

Frá Heilbrigðis– og tryggingamálaráðuneytinu komu í gær tilkynningar um aðSandra Guðlaug Zarif og Gunnar Páll Leifssonhefðu fengið löggildingu sem sálfræðingar. Til hamingju!


Ég segi bara takk fyrir það!

Ég get að auki upplýst lesendur með því að ég er kominn með starf og mun hefja störf sem á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar þann 15. ágúst! Gaman að því. Ég var meira að segja einnig kominn með annað atvinnutilboð og gat því valið á milli. Ágætis tilbreyting frá atvinnuleitinni hérna úti, þar sem ég sendi út á bilinu 50-60 atvinnuumsóknir og fékk boð um að mæta í eitt atvinnuviðtal! Það hreystir mann því heldur betur upp að hafa farið í tvö atvinnuviðtöl heima á Íslandi og fengið báðar vinnurnar!

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Hversu danskur ertu?

Landvistaleyfi útlendinga í Danmörku hefur mikið verið í umræðunni hér undanfarið. Til að fá skorið úr um hvort þeir eigi rétt á slíku, hafa yfirvöld brugðið á það ráð að semja próf, sem kanna eigi hvort viðkomandi þekki sögu þess og helstu einkenni. Dæmi um spurningar eru t.d. hvenær Danir misstu yfirráð sín yfir Íslandi (hmmm...), hve stórt hlutfall íbúa eru innflytjendur eða afkomendur þeirra, um pólitík, ofl. Það er náttúrulega algert rugl að neita þeim um landvistarleyfi byggt á þessu prófi, þar sem fullt af Dönunum fá falleinkunn. En það falla víst nú fáir, þar sem þetta eru eiginlega alltaf sömu spurningarnar og því auðvelt að undirbúa sig. En það próf kannar nær einungis þekkingu þeirra á landinu og sögu þess, þegar það væri kannski sniðugra að kanna hvort þeir hafi aðlagast/samrýmast (integrerast) landinu nægilega vel? Að sjálfsögðu er þetta aðeins hugmynd, enda er fjölbreytileiki nokkuð sem er eftirsóttur, í stað þess að allir séu steyptir í sama mót. Það var því einungis til gamans gert að ég samdi svona próf aðallega fyrir Íslendinga sem búsettir hafa verið í Danmörku, en líka fyrir alla aðra sem vilja sjá hversu danskir þeir eru. Vesskú...

Spurningar

1. Hvernig ferðastu aðallega um Kaupmannahöfn/Danmörku?
1. Á hjólinu mínu (3)
2. Með strætó, metró og/eða lest (2)
3. Með bíl (1)
4. Með bíl sem er innfluttur frá Íslandi (0)

2. Hvað snæðirðu þegar þú ferð í vinnuna/skólann?
1. Nesti, sem ég hef útbúið heima (2)
a. Plús eitt stig, ef nestið samanstendur af rúgbrauði og e-u áleggi (1)
b. Plús eitt stig ef það er “mellemlagspappír” á milli (1)
c. Plús eitt stig, ef grænmeti er með í för (gulrætur, agúrka, tómatar) (1)
d. Mínust eitt stig, ef það er pizza frá því í gær (-1)
2. Kaupi mér/fæ oftast mat í mötuneytinu (0)

3. Geturðu drukkið tvo bjóra á virkum degi og látið þar við sitja?
1. Já (1)
2. Nei, best að fara alla leið fyrst maður er byrjaður á þessu (0)
3. Drekk ekki bjór (-1)

4. Þegar þú ferðast um götur Danaveldis á hjóli, gangandi eða í bíl, þá...
1. bíð ég alltaf eftir grænu ljósi (3)
2. bíð ég oftast eftir grænu ljósi (2)
3. stekk ég eða keyri yfir alltaf þegar ég get (1)

5. Hefurðu farið á Hróaskeldu (sunnudagsheimsókn telst ekki með)?
1. Já, nokkrum sinnum (2-3svar) eða oftar (3)
2. Já, einu sinni (2)
3. Nei, en stefni á að fara í framtíðinni (1)
4. Nii...er ekki mikið fyrir svona fylleríslæti (0)

6. Hefurðu fylgst með viðburðum konungsfjölskyldunnar (t.d., fæðingu, brúðkaupi skírn)?
1. Já, öllum þremur (3 stig)
2. Já, einu af ofantöldu (1)
3. Nei, ekki neinu (0)
4. Nei, þetta er nú alger sóun á skattpeningunum (-1)

7. Hvert er uppáhaldsorð Danans?
1. Mangfoldighed (a)
2. Fællesskabet (b)
3. At overskride sine grænser (c)
4. Allt ofantalið (d)

8. Þegar þú lendir í biðröð í verslun og ert að flýta þér, hvernig bregstu þá við?
1. Horfir óþolinmóður eftir röðinni (1)
2. Kallar hvort það séu ekki fleiri starfsmenn að vinna? (0)
3. Reynir að troða þér framar með afsökunum (-1)
4. Tekur lífinu með stóískri ró og segir við sjálfan þig, að þú ert ekkert betri en aðrir og bíður bara rólegur (2)

9. Hvernig er danskan þín?
1. Hvaða danska, nota bara ensku (0)
2. Lala...segi bara jå, nej, tak og en stor øl (1)
3. Þokkaleg, það fóru reyndar allir að hlæja þegar ég sagði við matarborðið að “jeg var så sød at jeg var ved at springe” (2)
4. Skidegod, get vel rifist við Dana á dönsku (3)

10. Endurvinnurðu hluti?
1. Niii...nenni því ekki (0)
2. Jáhá, samt aðallega tómar bjórflöskur, hálfur kassi þar! (1)
3. Bónus stig fyrir hvern aukahlut sem þú endurvinnur:
a. Blöð (1)
b. Lífrænan úrgang (1)
c. Batterí (1)
d. Ef þú ferð með flöskur sem þú færð ekki pant fyrir (1)

11. Spararðu vatnið? Hve langa sturtu tekurðu?
1. 20 mín, að minnsta kosti (0)
2. tek ekki ekki sturtu, fer alltaf í bað (-1)
3. rúmlega 10 mínútur (1)
4. milli 5- 10 mín (2)
a. Auka stig ef þú ert með múrstein í klósettkassanum til að minnka vatnsmagnið (1)

12. Hvað ertu að gera þriðjudaginn í viku 41?
1. Viku what now!?! (0)
2. Ekkert komið enn á dagatalið (1)
3. Úff, dagurinn lítur út fyrir að vera þéttskipaður. T.d. sund klukkan 16:30 með vini og svo hittingur með lesgrúppunni minni vegna prófsins (2)

13. Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
1. McDonald´s (0)
2. Pizza (1)
a. Ef það er Domino´s pizza, þá mínus eitt stig (-1)
3. Kebab (2)
4. Rauð pulsa með brauði “on the side” (3)

14. Það hefur verið boðað til fundar í íbúðarhúsinu sem þú býrð í, vegna umræðu um hvernig klósettpappír á að kaupa fyrir næsta árið. Hvað gerirðu?
1. Mæti á fundinn, vel undirbúinn yfir kosti og galla hverrar gerðar og tek virkan þátt í hringborðsumræðunum (3)
2. Mæti, en hef mig lítið frammi (2)
3. Mæti ekki og nota það sem þeir láta mér í hendur (1)Stig fyrir spurningu 7. Eitt stig fyrir liði a,b,c, og 3 stig fyrir lið d.Heildarstig: ____Niðurstöður1-15
Þú heldur bara þínu íslenska striki og ert ekki mikið að spá í hvernig danska samfélagið virkar. Þú ert líklega annaðhvort nýkominn til landsins eða tilheyrir íslenska samfélaginu við DTU (Dansk Tekniske Universtiet). Þú ert líklega á leiðinni heim bráðlega, eða hefur a.m.k. ekki hugleitt það að ílengjast hér og getur ekki beðið eftir að hrynja í það, eins og sönnum Íslendingi sæmir.

16-30
Naah, þú hefur greinilega tileinkað þér nokkra tilburði Danans. Þú gætir næstum horfið í hópinn, ef ekki væri fyrir augnaráðið sem er sífellt á iði sem gefur til kynna að þú býst enn við að sjá e-n sem þú þekkir á röltinu og að þér finnst það enn ekki vera orkusóun að skoða mannfólkið (á þó ekki við um “babe-watch”). Þú hefur líklega verið hér í þónokkurn tíma eða þá að þú hefur aðlögunarhæfni kamelljónsins. Kæmi ekki á óvart að þú mundir búa hér a.m.k. tvö ár í viðbót.

31-41
Varstu Íslendingur? Velkominn til þíns nýja heimilis og láttu fara vel um þig, því þú ert ekkert að fara næstu áratugina. Þú ert líklega í þessum töluðu orðum á Hróaskeldunni núna með jónu og bjór, dansandi úti í rigningunni. Hérna er svo mynd af þér hvernig þú verður í ellinni, hjólandi á Norðurbrú þar sem þú býrð nú í “andelsíbúðinni” þinni.Sjálfur fékk ég 24 stig sem gerir mig að þónokkuð miklum Dana, enda búinn að búa hér í 3 ár. Það var alltaf hugmyndin að flytjast heim að námi loknu, en sá varnagli var þó hafður að það skyldi endurskoðað, ef maður hefði fengið vinnu við sitt hæfi að námi loknu, og vitum við öll hvernig fór um sjóferð þá.

Ég bara vona að sem flestir taki þátt og hafi gaman ad. Thad væri einnig skemmtilegt ef their mundu skrifa stigin sín í kommentakerfið og jafnvel nokkur orð aukreitis eða hugmyndir um fleiri spurningar.

mánudagur, júlí 09, 2007

Drulluskelda

"Ertu að fara fiska?", var spurningin sem ég fékk þegar ég labbaði framhjá krökkunum í garðinum á laugardaginn. Nei, ég er að fara á FESTIVAL! Og "Fest" var það. Það hafði reyndar ekki svo mikið sem hvarflað að mér að fara á Hróann á fimmtudaginn þegar úrhellið var svo mikið, að það jafnaðist á við heildarúrkomu blautustu hátíðarinnar fyrir þessa. En það þýddi líka hins vegar að mikinn straum fólks lagði frá hátíðinni með enaga ósk þá heitari en að komast í heita sturtu og þurra sokka. Þeim langar ekki einu sinni að eiga bandið sem minjagrip og voru flestir tilbúnir í að selja það fyrir skiptimynt. Ég fékk mitt á 100 Dkr frá stelpuskjátu á Hovedbanegaarden og svo lá leið til saumakonunnar Ragnheiðar til að sauma það saman aftur, þar sem ég þurfti að klippa það af hendinni á stelpunni. Það gekk mjög vel, þrátt fyrir að bandið var mjög þröngt, þar sem stelpan var með svo granna handleggi. Smá stress og erfitt að sauma, en ekkert mál fyrir vana konu, og voila, eins og nýtt.

Og eins og mamma sagði alltaf, þegar maður klæðir sig eftir veðri, þá er ekkert sem heitir vont veður. Það var nú reyndar ekki hægt að klæða af sig úrhellið á fimmtudeginum, en veðurspáin fyrir laugar- og sunnudag hljómaði uppá þurran og sólríkan sunnudag og smávægis vætu á laugardeginum (sem ég slapp reyndar við).

Ég ákvað því að skella mér uppeftir með bakpoka og bjór og vona að vörðurinn mundi ekki tosa bandið af mér við innganginn. Allar þesskonar áhyggjur voru óþarfar og flaug ég inn. Uppi á svæðinu beið mín hópur Íslendinga, sem kalla ekki allt ömmu sína, með samanlagða Hróareynslu uppá 13-15 ár. Ég gat alveg sleppt því að koma með tjald og vesenast að koma því fyrir í drullunni, því eitt yfirgefið hreint, þurrt tjald var í boði fyrir mig, með dýnu og alles. Ég þakka bara hverjum þeim sem átti útbúnaðinn alveg kærlega fyrir gistinguna, sem og dýnuna sem ég tók með heim.

Það var samt frekar fyndið að mæta þarna uppeftir, nýrakaður og tandurhreinn og í miklu meira stuði en allir aðrir, sem voru búnir að velkjast í drykkju og drullu alla seinustu viku. Ósjaldan var ég spurður hvað ég væri eiginlega að gera hérna, eins og þeir skildu ekkert í því! Mér fannst það reyndar ekki vera nein spurning að mæta fyrst ég gat fengið miðann svona ódýrt. Drullan var bara til að gera þetta skemmtilegra...

Dagskráin sem var eftir var kannski ekkert meiriháttar, en að sjálfsögðu voru þarna fullt af tónleikum sem mig langaði til að sjá. Ég missti reyndar af Flaming Lips og The Who á laugardeginum, en sá aftur á móti Red Hot Chili Peppers, Muse, Basement Jaxx, Wilco, Whitest Boy Alive, Arctic Monkeys og Datarock (smá videó hér). Allt alveg mjög góðir tónleikar og erfitt að gera uppá milli. Ætli Muse hafi ekki vinninginn, þrátt fyrir að mér var svo mikið mál að míga undir lokin, að ég bað til Guðs um að þetta skildi vera seinasta lagið. Hefði átt að taka Rolling Stones trikkið á þetta með plastglasið :)
Eftirminnilegust tónleikarnir voru samt eflaust settið sem Tiesto tók á Arena á laugardagskvöldið. Þvílíkt ljósasjó´ og þungur bassataktur að fátt getur slegið út þá upplifun.

Allt í allt, alveg asskoti góð skemmtun og alltaf jafn sérstök upplifun að fara á Hróann. Maður fær svona betri skilning á hvað FESTIVAL raunverulega er. Allt er svo stórt um sig, stærstu böndin að spila undir frábærum aðstæðum hvað hljóð og pláss varðar, 100 þús. manns á svæðinu og öll framkvæmd og skipulagning 100% eins og Dönum er einum lagið.

Svo er bara að mæta 2008 enda engin smá dagskrá komin...Slatti af myndum hér

laugardagur, júlí 07, 2007

Mér finnst rigningin góð

Farinn á Hróann .... Later

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Skin og skúrir...aðallega skúrir samt

Já, þetta fór eins og ég óttaðist. Eftir vetur þar sem hitinn fór varla undir frostmark og sólin skein bjart, vorið eitt það besta í manna minnum, er nú komið að skuldadögum. Það hefur ekki komið rigningarlaus dagur í allan hel$%$is júní mánuð og er hann sá blautasti í 130 ár. Þessu var einmitt öfugt farið í fyrra, þegar frostveturinn mikli var, en sumarið sól útí eitt (eða þangað til í ágúst þegar það byrjaði að rigna). Þetta eru því voða sveiflur alltaf og virðist þær vega hvor aðra upp. Ég ætla bara rétt að vona að júlí mánuður vegi þá þennan júní mánuð upp, því hann er sá seinasti okkar hér í Danaveldi. Ég held allaveganna að Hildur og Níels, sem voru hér í heimsókn, séu næstum fegin að koma heim í sólin, þ.e.a.s. ef hún verður ekki farin þegar þau lenda heima.

En það var heilmikið brallað hér á bæ, að venju þegar gesti ber að garði, eins og sjá má á myndunum hér og að neðan.Fleiri myndir hér

dýraklám

Við fengum smá áfall þegar við vorum í dýragarðinum núna daginn. Við vorum komin að apabúrinu, sem er nú alltaf skemmtilegast, en var sérstaklega áhugavert núna, þar sem útungunartíminn var nýliðinn og þess vegna fullt af nýfæddum of forvitnum apaköttum útum allt búrið. Sáum á skiltinu á þeir fæddust í apríl. Þeir eru e-ð að hoppa þarna um og detta, þegar það kemur einn aðeins eldri og fer að snúast í kringum einn lítinn apa. Við veitum þessari sérstöku hegðun athygli en hoppum svo hæð okkar í lofti þegar hann grípur allt í einu þéttingsfast utanum greyið og fer að hamra hann aftanfrá á fullu!! Sá litli nær að forða sér en við fylgjumst sko með níðinginum með illu auga og vorum við öll sammála um að hann liti mjög perralega út.

Big fish

Hann er svolítið skemmtilegur leikskólinn sem við skötuhjúin erum að vinna á. Það er nefninlega ekkert verið að tala við börnin á þessu barnamáli, t.d. ekki sérðu kis kis, heldur sérðu köttinn/kettlinginn? Einnig er ekki komið með barnaútskýringar á daglegu lífi, heldur er næstum rætt við það eins og vel þroskaða einstaklinga, líkt og í tengslum við umræðuna um Ungdomshuset. Nú veit ég reyndar ekki hvernig þetta er á öðrum leikskólum, en mér finnst þetta vera mjög jákvætt og þroskandi fyrir börnin.

Í tenglsum við þetta, þá er einn leikur mér finnst nokkuð atyglisverður. Þetta er svona venjulegur "klukk" leikur, sem heitir "allir mínu litlu kjúklingar komiði heim". Það er sem sagt einn krakki sem kallar á alla hina sem eru hinu megin á salnum og einn úlfur í miðjunni. Krakkinn sem kallar á hina segir "öllum sínum litlu kjúklingum að koma heim, sem þeir svara svo að það geti þeir ekki, því þá "drepur úlfurinn þau og drekkur blóðið þeirra og étur kjötið"! E-ð annað en hinn venjulegi stórfiskur þar á ferðinni. Var þessi stórfiskur kannski hákarl í dentid?

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed