fimmtudagur, júlí 05, 2007

Big fish

Hann er svolítið skemmtilegur leikskólinn sem við skötuhjúin erum að vinna á. Það er nefninlega ekkert verið að tala við börnin á þessu barnamáli, t.d. ekki sérðu kis kis, heldur sérðu köttinn/kettlinginn? Einnig er ekki komið með barnaútskýringar á daglegu lífi, heldur er næstum rætt við það eins og vel þroskaða einstaklinga, líkt og í tengslum við umræðuna um Ungdomshuset. Nú veit ég reyndar ekki hvernig þetta er á öðrum leikskólum, en mér finnst þetta vera mjög jákvætt og þroskandi fyrir börnin.

Í tenglsum við þetta, þá er einn leikur mér finnst nokkuð atyglisverður. Þetta er svona venjulegur "klukk" leikur, sem heitir "allir mínu litlu kjúklingar komiði heim". Það er sem sagt einn krakki sem kallar á alla hina sem eru hinu megin á salnum og einn úlfur í miðjunni. Krakkinn sem kallar á hina segir "öllum sínum litlu kjúklingum að koma heim, sem þeir svara svo að það geti þeir ekki, því þá "drepur úlfurinn þau og drekkur blóðið þeirra og étur kjötið"! E-ð annað en hinn venjulegi stórfiskur þar á ferðinni. Var þessi stórfiskur kannski hákarl í dentid?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed