föstudagur, maí 20, 2005

ótrúlegt en satt!

Það gerðist alveg merkilegur hlutur í gær. Í miðri keppninni, gott ef það var ekki bara eftir lag Selmu, að þá var bankað á dyrnar. Allir litu hvorn á annan og voru sammála að það væri nú hlægilegt að fara e-ð að þagga niður í liðinu...jæja...Heyrðu, þá var það nágranninn sem var að láta okkur fá lykilinn að íbúðinni sinni og var að biðja um að taka póstinn kannski...því hann hélt að hann væri að fá hjartaáfall, takk fyrir. Maðurinn með verk í vinstri síðunni, allur kófsveittur og náfölur. Hann sagðist vera að bíða eftir sjúkrabíl...hann kæmi eftir svona klukkutíma! Klukkutíma, hvað er málið!?! Ég veit ekki hvað vinnureglurnar eru hérna en maður hefði haldið að þeir mundu flýta sér aðeins meira en þetta. En jæja maðurinn fékk loks aðstoð að lokum (vildi ekki þiggja peninga okkar fyrir leigubíl). En, það er greinilega verið að spara í danska kerfinu. Svipað gerðist í haust þegar einn leikmaður Heklu brotnaði svo illa í leik að smellurinn heyrðist um allan völl. Greyið drengurinn horfði á löppina dangla fram og tilbaka og fékk svo að heyra þær fréttir að þeir sendu ekki sjúkrabíl eftir fótboltameiðslum. Hann tekur bara leigubíl...(en svo komu þeir nú loksins)

4 Comments:

At 6:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Ragnheiður, ég fylgist alltaf með ykkur hér á síðunni ykkar. Ég sé að allt gengur vel, vona að ég hitti þig í sumar. Er að flytja núna og hætti líklega í Arnarsmára í haust því ég er búin að sækja um Kennó, í leikskólakennarann. Er loksins orðin stúdent. En verð vonandi alltaf af og til á Arnarsmára, allavega á sumrin ef Brynja leyfir! Gangi þér vel í prófum

 
At 1:08 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Gaman að heyra að þú fylgist með síðunni. Ég fylgist vel með síðunni hjá Arnarsmára, alltaf gaman að skoða myndirnar. Gangi þér vel í náminu í haust. Og til hamingju með stúdentinn. kveðja Ragnheidur

 
At 12:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ,já þetta er ótrúlegt..hefði einmitt haldið að heilbrigðiskerfið hérna í Danmörku væri aðeins betra en þetta miða hvað skattarnir eru ótrúlega háir hérna..þeir eyða peningunum greinilega í eitthvað annað, kannski í að mennta erlenda stúdenta...nei ég segi svona..hehe..kv Edda

 
At 10:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ragnheiður! viltu fara að koma þér á skype, mamma er farin að sakna þín;) neinei hehe en ég þarf að tala við þig=)

kv.tinna

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed