þriðjudagur, ágúst 31, 2004

KAPPELVÆNGET 38 A

Mánudagur Við vöknuðum snemma í dag og fórum að skrifa undir leigusamninginn og það gekk allt mjög vel svo ákváðum við að fara að skoða íbúðina sem við hefðum að sjálfsögðu átt að gera áður en ég meina skiptir ekki máli. Svo við fórum upp í Kappelvænget 38a og hittum varmemesterenn eða e ð soleiðis og kíktum inn íbúðin er 44 fm og við vorum einhvern veginn búin að ímynda okkur að hún væri aðeins stærri og gólfin eru frekar ljót en ég meina þetta er ÍBUÐ. Svo fórum við seinnipartinn í IKEA með Björgu. Það er ekki langt í burtu frá heimilinu þeirra en strætókerfið bauð nú ekki alveg upp á bestu leiðina þannig að við vorum næstum einn og hálfan tíma á leiðinni þangað fúff. Það var mjög gaman að versla en soldið erfitt það var svo erfitt að ákveða ALLT, líka útaf því að maður var ekki með öll mál á íbúðinni. En svo vorum við búin að vera í IKEA í langan langan tíma og finna allt og mjög sátt þá fórum við að sækja stóru hlutina á lagerinn þá var bara ekkert til á lagernum sem við ætluðum að kaupa svo að við verðum að fara aftur seinna þegar það er allt til en við keyptum samt alskonar smálegt mottu eldhúsáhöld ofl soleiðis nú er ég bara að hvíla lúin bein. Við fáum lykilinn á miðvikudag og gámurinn kemur á fimtudaginn svo að við flytjum líklega fim, fös, laugardag. Svo má ég ekki gleyma að ég er að byrja í skólanum á miðvikudag allt að gerast. Gunni fór á kynningarfund síðasta fimtudag en skildi mjög lítið ekki frekar en hinir 14 íslendingarnir, svo að þau fengu annann kynningarfund á ensku. Ég vona að mér gangi betur að skilja gúlp. Það kemur allt í ljós bless bless

Ta´ 3, betal for 2!!

Jæja, þá heldur verlslunaræðið áfram. Í gær voru það IKEA mublurnar (sem voru síðan flestar ekki til), og nú voru það daglegu rekstrarvörurnar í BILKA. Það er nú búð fyrir þann sem hagsýna sem ætlar að versla til næstu tveggja ára. Þetta er ódýrasta búðin og ekki nóg með það, heldur er hún með fullt af tilboðum sem hljóma þannig að ef þú borgar fyrir tvö stykki, eða oftast þrjú, þá færðu eitt ókeypis eða góðan afslátt. Það væri mjög fínt fyrir þann sem hefur nægt pláss til að geyma alla hlutina, en aðeins erfiðara fyrir okkur. Ég meina, það er ekki endalaust pláss fyrira 10 stykki af handsápum, sex kjúklinga á 1000, eða pottasett fyrir sex mann fjölskyldu. En þetta er samt alger snilld! fínt fyrir heimilið. Maður verður bara aðeins að passa sig, tvær sultukrukkur og þú sparar 2 dkr eru ekki skyldukaup bara til að spara.

Festuge

jæja þá er byrjuð festuge hér í árósum sem er eins og menningarnótt sem stendur í viku byrjaði á föstudag og þá er allskonar að gerast t.d. tónleikar og götulistamenn og allir með öl í hönd að hætti dana. Ég og Gunni kíktum á þetta á laugardaginn og leist bara ágætlega á fórum á tónleika með danskri hljómsveit veit ekkert hvað hún hét en það var svaka gaman. Gerður var búin að segja mér frá einhverri nýrri rísandi stjörnu hér í Danaveldi sem hún fór á tónleika með og heitir Swan Lee jæja allavegana þá vildi ég sjá þessa söngkonu og spurðist mikið fyrir um, það virtist nebbla ekki vera til dagskrá fyrir hátíðina (eins og þeir eru nú skipulagðir danirnir) og eftir langa leit fann ég stelpu sem vissi svarið og þá hafði hún verið að performa daginn áður TÍPÍST, en þrátt fyrir það skemtum við okkur mjög vel. Við hittum Gumma og bróður hans Danna og röltum um miðbæinn með þeim þangað til seinna heyrumst og tölumst og allt það

föstudagur, ágúst 27, 2004

Árósar nýtt heimili

Jæja þá kom mánudagurinn og Kare var akkurat líka að fara að taka lest út á land þannig að við akváðum að vakna kl 7 og taka lestina með honum það var soldið erfitt að vakna eftir að hafa sofið út í marga daga. Við tókum lestina til Árósa en ég hef aldrei komið þangað by the way.
Björg frænka hans Gunna tók á móti okkur á lestarstöðinni en þau voru svo góð að leyfa okkur að búa hjá sér þangað til við fengjum íbúð. Það eru engar innanbæjarlestir í árósum en það er gott strætókerfi. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir fórum við í smá ferð í bæinn. Það er mjög sérstakt eftir að hafa verið í Köben að koma þarna í miður í bæ það heitir allt það sama og lítur eins út ,strikið lestarstöðin beint fyrir framan og götunöfn og sona nema allt bara miklu miklu minna sona soldið kruttilegt. Ég komst loksins í H&M eftir langa bið (ástæðan fyrir að ég flutti til Danmerkur ekki segja neinum)
Daginn eftir fórum við að stussast finna skólann og tala við allskonar fólk í sambandi við íbúð kennitölu o.fl . Við vorum frekar sátt þegar við komumst að því að skólarnir okkar voru með ca200 m millibili. Góðu fréttirnar héldu áfram að koma á færibandi því við fengum einnig að vita að við værum búin að fá íbúð! Samkvæmt biðlistanum vorum við nr 28, en við vorum ekkert að kvarta undan því :) 'Ibúðin er meget "smuk og hyggelig" og flytjum við inn þann 1.sept. Við fórum í "smá" göngutúr þangað og komumst að því að það er aðeins lengra þangað en en leit út á kortinu. En það verður ekkert mál að hjóla þetta þegar það kemur með gáminum í næstu viku.
Svo á fimmtudagskvöldið fórum við og kíktum á aðalkaffihúsin í bænum samkvæmt Gumma en hann sýndi okkur hvert væri best að fara (Gummi er vinur hans Gunna úr sálfræðinni og er búinn að vera hér í 1 ár . Þangað til næst.......miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Viðburðarrík vika

Jæja þá er maður bara komin með eitt stk bloggsíðu.
'Eg og Gunni lögðum af stað síðastliðinn föstudag til kóngsins Köbenhavn. Það gekk nú allt rosa vel framan af. Þar til við vorum komin á Hovedbanegarden því að þá fékk Gunni frekar stórt áfall en hann fattaði að hann hafði skilið bakpokann sinn eftir í lestinni frá Kastrup með fartölvunni og passanum o.fl. Hann hljóp eins og óður maður í kringum töskurnar okkar í smá stund og stökk síðan af stað að leita að lestinni sem var að sjálfsögðu löngu farinn. Hann hljóp svo nokkra hringi um lestarstöðina að leita að einhverjum til að hjálpa sér en klukkan var orðin of margt allt lokað. Við fórum því heim til vinafólks foreldra Gunna sem voru svo ljúf að leyfa okkur að gista hjá sér yfir helgina. Daginn eftir hringdi Gunni á lestarstöðina og einhver rosagóð manneskja hafði skilað töskunni ég var alveg viss um að við sæum hana aldrei aftur en Danir eru gæðablóð.
Á laugardeginum vorum við í afmælisveislu hja Niels Syni Karinar sem við fengum að gista hjá. Það var ólíkt því sem við eigum að venjast þar sem það var skálað í kampavín kl 1 um daginn og svo var setið og borðað og drukkið í þrjár klst ekkert staðið upp. Kl 4 fórum við inní miðbæ og hittum Gerði og Kjarra sem voru búin að vera í Köben síðan á mánudag. Þau voru hress og ég og Gerður vorum búnar að plana að fara að versla svo að við löbbuðum upp í Fiskitorvet við komum þangað kl 5 en því miður þar sem það var laugardagur þá lokaði kl 5 og ég gat ekkert verslað:( Við könnuðum bæjarlífið um kvöldið og það var mjög gaman.
Sunnudagurinn var þaulplanaður hjá okkur við ætluðum í TIVOLI. En Karin og Kare ( fólkið sem við gistum hjá rosalega næs fólk) buðu okkur fyrst í túristasiglingu um borgina með gæd og öllum pakkanum það var mjög sniðugt og lærdómsríkt, svo fórum við og fengum okkur að borða á fínu kaffihúsi. Síðan fórum við í TIVOLI keyptum okkur öll dagskort. Ég er soldill kjúklingur í sona tivolítækjum en þau náðu að plata mig í gullturninn sem er 70 m hátt frjálst fall ég er ekki að grínast ég hef aldrei á ævinni verið jafn ógeðslega hrædd á ævinni. ALDREI! en það var rosa stuð .

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed