sunnudagur, júlí 24, 2005

lán?

Hélt að ég hefði týnt símanum mínum um daginn, eða réttara sagt að honum hefði verið rænt. Það fór um mig einhver ónotatilfinning að maður úti í bæ væri að nota gamla ágæta símann minn. En svo fann ég hann! Hann hjafði ekki farið langt, var uppá skóhillu uppí vinnunni hjá mér. Var glaður að sjá hann aftur en um leið ögn svekktur. Ég var nefninlega farinn að hlakka til að fara kaupa mér nýjan síma...

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Island

Þá er maður búin að vera á Íslandi í aðeins meira en 2 vikur. Það er búið að vera svona líka ágætt, fyrir utan skítaveður. Það er by the way búið að vera 30 stiga hiti í Danmörku síðan að við komum á klakann. En það er nú alltaf gaman að hitta the family og vinina.
Hróaskelda var náttla bara gaman ég held að ég nenni samt ekki að koma með neina ítarlega ferðasögu af því, bara mega veður 25 stig og heiðskýrt allan tímann. Bestu böndin voru Black Sabbath, green day þau stóðu sig lang best svo voru náttla foo fighters, duran duran og audioslave, frekar svekt að hafa misst af velvet revolver þar sem þeir tóku 3 guns and roses lög og þurfti í staðinn að hlusta á sonic youth þar sem að ég þekkti ekki eitt lag. hrumf. Mugison stoð sig með eindæmum vel og ég sem hélt að ég fílaði hann ekki en það kom annað uppá teninginn í þeim málum. Svo verð eg að segja að ski burgers var besti maturinn sem að ég smakkaði á þessari hátíð. Í alla staði mjög gaman en það var líka voða gott að komast heim því mar var orðin frekar sona þreyttur. Það koma ekki inn myndir fyrr en einhverntíma þegar ég er komin aftur til DK því ég er ekki með netið í minni tölvu.
Eg fer svo aftur ut 30 júlí og tek hanna lillu systur mina með. Hún ætlar að vera með mér í 10 daga og við ætlum að byrja á því að fara í Tívolíið í Köben og svo verður bara shop til you drop og þess á milli sleikt sólina:)
Læt þetta duga í bilinu. Kveðja Ragnheidur Osk

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed