þriðjudagur, júní 12, 2007

helgin og næsta helgi

Sælt veri fólkið

Jæja, ætli það sé ekki best að tala aðeins um veðrið fyrst eins og sönnum Íslendingi ber að gera, en það er nebbla búið að vera þessi þvílíka blíða undanfarið, 25 til 30 stiga hiti, heiðskýrt, og ég veit ekki hvað. Svo er búið að taka viftuna uppúr geymslunni, því annars er ólíft hér á nóttunni.

Við Gunni fórum á Islandsbrygge að sóla okkur og skella okkur smá í sjóinn á laugardaginn var, en þó svo að við hefðum smurt okkur inní sólarvörn alveg hægri vinstri, þá dugði það ekki til, og við ristuðumst bæði vel á ristunum.

Um kvöldið hittum við svo Óla og Louise á leynigrillstaðnum þeirra, þar sem var ansi afskekkt og rómantískt að vera að kvöldlagi til. Ég er bundinn ströngum þagnareið um hvar þessi staður er, en hann sagði ekkert um að birta myndir :)

Seinna um kvöldið kíktum við svo á allsérstakann skemmtistað, sem var vel falinn inní verksmiðjuhverfi, lengst útá Holmen, fjarri allri mannabyggð. Við runnum á þungan bassataktinn, og komum svo að þessum þvílíka skemmtistað, sem var utandyra með skeljasandi og huggulegum sófum og stólum útum allt.

Við nýttum einnig góða veðrið til að fara í hjólatúr til Dragör, sem er svaka fallegur bær hérna 12km fyrir utan bæinn. Þar voru m.a. speglar á öllum húsum, svo að frú Jacobsen geti nú fylgst með öllum sem labba framhjá og slúðrað eins og eldri konu sæmir.Hjóluðum altsa undir flugvöllinn! Okkur brá ansi mikið þegar við sáum eina svona, allt í einu skjótast uppúr jörðinni, með tilheyrandi látum.


Annars er allskonar að gerast hér á næstunni ma og pa eru að koma á fimmtudaginn og amma og afi lika svo það verður kátt í höllinni. Aldrei að vita nema það verði smá bíó að auki...

Á mánudaginn, gerum við svo nokkuð sem okkur hefur lengi langað til að gera, sem er að fara í sumarbústað. Sumarbústaðaferðin verður þó ekki með því sniði sem flestir okkar kannast við, þ.e. pottur, bjór og afslöppun, heldur verður þetta ferð með leikskólanum, þar sem helmingurinn af börnunum koma með. Við eigum því eftir að vera á hörkulaunum allan tímann ;) Strönd, grill og sól (vonum við) fram á næsta föstudag.

ciao Ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed