föstudagur, janúar 20, 2006

stund sannleikans er komin...

Já, nú er komið stund sannleikans krakkar mínir. Ég bara get ekki látið fók vaða í villu vegar mikið lengur. Ég beið og beið og vonaði að þessi svörunarskekkja mundi lagfærast í tímans rás en svo virðist bara ekki vera....Mér þykir þetta leitt, en 74% ykkar svarenda í skoðanarkönnunninni hafið rangt fyrir ykkur. Bjarta hliðin á þessu er hinsvegar að 17% ykkar eru á því að sápa eigi teflonið og því ber að fagna. Hins vegar eru nokkrir sem ekki enn hafa uppgvötað eiginleika þess eða 9%.
En það er ekki of seint að snúa við og fara eftir Biblíu teflonsins. Ég vísa í sönnunargagn A hér að neðan sem er tekið af heimsíðu Tefal, tefal.com. Þar segir skýrt og greinilega að skola beri pönnuna í sápugu vatni með svampi, því annars sest fitan eftir og verður elduð á ný þegar næst þegar hún verður hituð, og blettir myndast...úúú, ónei!!
Þetta er erfitt, ég veit, en þið munið þakka mér seinna meir. Ég á von á ansi hörðum umræðum hér á eftir og ætla því fyrirfram að biðja fólk um að stilla málfari sínu í hóf, og vona að við getum rætt málin af skynsemi.

6 - How do you clean a T-FAL non-stick pan?

We recommend cleaning by hand with a sponge in soapy water. The pan must be cleaned inside and out each time it's used to remove any grease film that may be on the surface. If the pan is only wiped with a paper towel or rinsed in water, the film won't be fully removed and may cook the next time you use the pan and stains may appear. Nonstick pans must not be cleaned with scouring pads or powders. A nylon sponge is ideal for both the interior and exterior of the pan. See Question #19 for deep cleaning method.

2 Comments:

At 11:35 f.h., Blogger emil+siggalóa said...

Shit hvað ég er gáfuð, ég var ein af þessum 17%. En það er nú bara af því að þú varst búinn að segja mér þetta áður Gunni minn. En svona í alvöru talað, hvað er þetta með þig og teflon, já og bara pönnur yfir höfuð???

SL

 
At 1:21 e.h., Blogger Drekaflugan said...

góð spurning. Ég held ég þurfi að kafa niður í barndóm minn og trommutímabilið mitt á pottum og pönnun heimilisins til að komast að því. ég læt þig vita þegar ég hef komist að því :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed