þriðjudagur, desember 07, 2004

Blogg smogg

Ég þoli ekki þegar maður er búin að vera rosa duglegur að skrifa langt og sniðugt blogg og ýtir svo á vitlausan takka og bamm allt horfið! Eða það bara hverfur á einhvern tæknilegan óútskýranlegan hátt! Það er buið að koma aðeins of oft fyrir mig( nú hugsar einhver: já þessi var góður hún nennir bara ekki að skrifa) EN það er ekki rétt. Það er ekki rétt. Allavegana þá kom Hjördís í heimsókn núna síðastliðna helgi og við fórum náttla beint i bæinn. Nýttum tímann vel í jólagjafakaup. Um kveldið fórum við svo í Julefrokost hjá Sálfræðinni þar sem Gunni stundar nú nám þar. Þar var nú lítið jólalegri matur en á julefrokostinum hjá mínum bekk. 'Eg veit allavegana ekki hvað er jólalegt við pastasalat. En það var ágætis skemmtun( ég var sko buin að skrifa massa langt blogg um þetta kvöld en þið munið bamm horfið hérna áður) Svo var sunnudagurinn nýttur roooosalega vel í jólagjafakaup. Hjördís var alveg "on fire" í þeirri deild. Ég er náttla buin að vera svo dugleg að ég var eiginlega alveg búin með jólagjafakaupin.
Það er búin að vera að safnast fyrir ansi mikill jólafiðringur í mér undanfarið og það fer ekkert minkandi sérstaklega í gær þegar við höfðum handikjet og uppstúf í matinn. Það var sko jólajóla
takk i bili en lille hilsen fra en lille julenisse med sommerfugle i maven
(það er sko ég ragnheiður)

2 Comments:

At 10:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já takk fyrir mig :* þetta var æði og bráðnausynlegt ;)

 
At 6:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhh ég er til í einn bita af jólum núna hahahaha mannstu eftir þessu ragga?

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed