laugardagur, júní 16, 2007

Íslenskur 17. júní

össs...þá er ég búinn að næla mér í eitt stykki hálsbólgu. Er búinn að vera kljást við kvef og hósta það sem af er vikunni svo allt er þá þegar þrennt er. Þetta setur sumarbústaðaferðina í algert uppnám! Þetta eru líklega allt refsingar fyrir að klæðast Don Juan skyrtunni, allan seinasta laugardag og kvöld (sjá mynd að neðan)! There can be only one...

Alveg magnað samt hvað mér (og líklega flestir öðrum) dreymi alltaf súrustu draumana þá. Ég man eftir tveimur slíkum frá því í nótt. Sá fyrsti fjallaði um að ég var fjöldamorðingi, ekki svo skemmtilegur draumur, og sá seinni fjallaði um mig á Hróaskeldu. Hljómar vel ekki satt? Reyndar ekki, því í stað þess að vera skemmta mér, þá svaf ég alla hátíðina af mér...Ég veit eiginlega ekki enn hvor draumurinn er verri!

Í dag er svo haldið uppá 17. júní hér í Danaveldi!?! Það er víst e-r hefð fyrir því að halda uppá daginn, á þeim laugardegi sem er nær þeim 17.! Mjög sérstakt. Sérstaklega þar sem hann er á sunnudegi í dag. Það gæti reyndar verið að þeir hafi séð veðurspána og viljað halda uppá hann með íslensku sniði...?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed