miðvikudagur, júní 06, 2007

meiðsli

Já, slysin gera ekki alltaf boð á undan sér. Reyndar er það nú oft með slysin í íþróttum, að þau koma upp ef viðkomandi hefur ekki þjálfað nægilega vel og undirbúið líkamann fyrir komandi átök. Þetta á nefninlega einmitt við mín meiðsli þessa stundina. Ég er með það sem vanir hermann kalla “strained trigger finger”. Ég var nefninlega ekki búinn að spila battlefield 2 í góðar þrjár fjórar vikur, og svo núna í vikunni tók ég tvær, þrjár góðar rispur. Ég hef greinilega hamast það vel á skottakkanum, að ég finn alltaf til í vísifingrinum þegar ég hreyfi hann upp og niður. Þetta kemur sér afar illa þegar þarf að blogga eða spila smá. Ég hef reyndar brugðið á það ráð að teipa saman vísi –og baugfingurinn þegar til kastanna kemur. Það er mjög sárt en ég bít bara á jaxlinn. Djö...harka alltaf í manni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed