Premiere
Jæja, þá er frumsýningin að baki. Myndin var sýnd í gærkvöldi við góðan fögnuð áhorfenda. Ég var reyndar með ágætis herdeild með mér í eftirdragi, en tel nú samt að e-r fleiri hafi nú klappað hressilega. Svo var nú svolítið gaman þegar tveir ungir drengir löggubðu framhjá mér í salnum og sögðu "djöfull var Hrekkjalómurinn ótrúlega góð, hún á örugglega eftir að vinna" Ég veit nú ekki með að vinna, en þetta voru svo sannarlega næg verðlaun fyrir mig, sniff...sniff.
Reyndar gætti smá misskilnings i bæklinginum um stuttmynhátíðina, þar sem myndin Hrekkjalómuriunn var sögð vera eftir Gunnar Pál HREINSSON, en eins og alþjóð veit, að þá heiti ég Gunnar Páll LEIFSSON. Ég hef verið að reyna skapa mér nafn í kvikmyndaheiminum, en þetta er nú kannski ekki alveg það sem ég var að stefna að.
Svo er lokakvöldið í kvöld, og verður spennandi að sjá hvernig fer...
Gangi þér vel í kvöld ástin mín.
Kvedja Ragnheidur
Glæsilegt. Hvenær fær maður svo að sjá kvikindið? Þá á ég við myndina auðvitað ;)