þriðjudagur, ágúst 22, 2006

167938 innslög

Já, það þýðir ekki lengur að stækka línubilið eða bæta stórum myndum inní verkefnið sitt, eins og maður gerði í gamla daga til að ná tilskildri lengd á verkefnum. Nú á að deila fjölda innslaga (með bilstrikum) á lyklaborðið með 2400, sem samkvæmt þeirra stöðlum telst vera ein skrifuð síða. Líkt og núna er ég búinn að slá inn 324 innslög (337 með 324 tölunni (358 með seinasta sviga (382 með seinasta sviga....þið skiljið))). Það var því lítið bros sem myndaðist þegar ég í 534 skiptið taldi fjölda innslaga í ritgerðinni og sá að ég er búinn að ná tilskildum lágmarksfjölda blaðsíðna, eða 70 talsins (ok 69,9744545)...og ég er ekki alveg búinn enn...
Ég fer þó líklegast ekki í hámarkið sem er 120 síður (bilið er 90 síður plús/mínus 20%), en nokkrar síður eiga eftir að bætast þó við. Allur niðurskurðurinn/fínpússunin er jú eftir, því eins og okkur er kennt, er best að segja frá í sem einföldustu máli svo allir moðhausarnir nái að skilja hvað átt er við DJÓK ! sagði ég þetta virkilega, meinti þetta ekki? Það sem ég meina að auðvitað á ekki að rembast við að vera sem fræðilegastur eða með óþarfa skraut, heldur er góður texti sama og skýr texti. Eða líkt og dæmisagan sem Haukur Ísfeld sagði alltaf í den (a.m.k. 5 sinnum), sem var um manninn sem skrifaði bréf til vinar síns. Í lokin á því afsakaði hann hvað það hefði verið langt, hann bara gat ekki sagt það sem hann vildi á einfaldari máta. (fattaði samt aldrei af hverju hann sleppti ekki bara þessari afsökun, ef hann hefði gert það þá hefði nú bréfið verið styttra :) )

6 Comments:

At 9:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef að þú minnkar aðeins bjórdrykkjuna á meðan þú bloggar og skrifar ritgerð þá kemur ekki svona mikið rugl upp úr þér. :)

 
At 11:11 f.h., Blogger Drekaflugan said...

hmmm...þú segir nokkuð. Ætli öll ritgerðin mín bara sé þá í svipuðum dúr. Back to the drawing board... :)

 
At 5:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jesús, þarf maður að reikna svona mikið í sálfræði? Ég datt út áður en þú byrjaðir að útskýra!

 
At 12:18 e.h., Blogger Drekaflugan said...

já, það var ansi erfitt í byrjun að telja öll innslögin. Ég ruglaðist oft þegar ég var kominn uppí nokkur þúsund og neyddist til að byrja uppá nýtt (eða nokkrum síðum fyrr). Þetta breyttist allt svo þegar ég uppgvötaði að það er víst til aðgerð sem heitir "word count" sem sér um allt þetta fyrir mann. Þetta er því allt annað líf núna.
Ég ruglast hins vegar enn þegar maður þarf að deila 2400 í töluna...ég er nefninlega ekkert svo góður að reikna :)
en svona er þetta...

 
At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er farin að hafa áhyggjur af þér Gunni - of mikil einvera og of mikil ritgerðarskrif. En engar áhyggjur, ég og Björn komum þér til bjargar á laugardaginn!
Regína

 
At 10:55 f.h., Blogger Drekaflugan said...

já þetta gerist þegar maður er bara skilinn eftir einn og yfirgefinn...:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed