laugardagur, desember 11, 2004

Ferðalag

Jæja maður skellti sér í ferðalag um helgina. 'Eg og Line vorum svo duglegar í hópverkefninu okkar að við gátum tekið okkur frí á föstudaginn ekki slæmt það. Þannig að ég ákvað að kíkja í heimsókn til Hjördísar. Við ákváðum að hittast í Horsens fara í smá túristaferð skoða ríkisfangelsið og kannski heilsa upp á Bandidos eða Hells angels. En þegar við komum á svæðið gátum við ekki fundið fangelsið svo að við ákváðum að kíkja bara aðeins í búðirnar í staðinn. Það var fínasta fínt. Síðan um kvöldið þegar við komum til Jelling fórum við í mat til Kerstin og Kristin sem eru þýskir skiptinemar, vinkonur Hjördísar það var mjög fínt og kenndu þær mér nýtt spil Ligretto mjög skemmtilegt þó að ég hafi tapað all svakalega. En því miður fæst það bara í þýskalandi. En daginn eftir eða í dag laugardag fórum við svo til Vejle rosa kósy strikið hjá þeim. Mjög jólalegt fannst mér. Þetta var í alla staði mjög fínt ferðalag. Svo förum við Gunni til Köben á fimmtudaginn og svo til 'Islands á mánudaginn eftir ca. viku. bless bless og ekkert stress. Ragnheidur kveður í bili.

1 Comments:

At 8:53 e.h., Blogger Kristín H said...

Hæ skvís

Þú verður nú samt að koma í búðir hérna með mér á Íslandi þó þú sért búin að vera dugleg að fara í búðir í danalandi:)
Hlakka geðveikt til að sjá þig:)

Kveðja Kristín H

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed