laugardagur, júní 16, 2007

Tvífarar vikunnar

Jæja, þá er líklegast komið að seinasta tvífara vikunnar í bili. Nú er flestum deildum lokið og fotboltaáhorf þar af leiðandi, dottið niður allsvakalega. Ég nærist samt á sögusögnum um hverjir ætla að kaupa hverja, og eftir að hafa séð myndina af Carlos Tevez hjá West Ham, þá get ég ekki annað en parað hann við hinn vinsæla Shrek. Ég er ekki frá því að þeir líkjast meira en hinn tvífari Shrek´s, hann Wayne Rooney. Hvað segið þið um það?





Svo af því þetta er nú væntanlega seinasti pósturinn um þetta efni, er kannski ekki úr vegi að bregða aðeins útaf vananum og bera saman tvo þekkta fótboltamenn (en ekki einn frægan og einn úr boltanum).

Þessir hafa báðir gert garðinn frægann gegnum tíðina og hefur þeim oft verið líkt saman, jafnt innan vallar sem utan. Þetta eru auðvitað engir aðrir en sá kunni fótboltaknappi: Leifur Franzson úr Lunch United og sonur hans Gunnar Páll Leifsson úr If Guðrúnu (reyndar er útlit fyrir að samningar milli Fc Fame og Guðrúnar séu að ganga í gegn, og því mun Gunnar spila fyrir þá síðarnefndu, núna strax í lok sumars!)
Báðir eru þeir myndarlegir með eindæmum og eru báðir þekktir fyrir hógværð sína. að auki eru þeir báðir örfættir (eða specially gifted eins og þeir kjósa að nefna það) og eru þekktir fyrir sínar 60 metra löngu glæsisendingar ;)

Efnisorð:

4 Comments:

At 5:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jaeja, eg er komin heilu og holdnu til sanfran, lenti i helvitis veseni, getid lesid allt um tad i kommentadaeminu a sidunnni minni, 123.is/tinnakristin

kvedja fra san fran, tinna kristin

 
At 11:25 f.h., Blogger Drekaflugan said...

Gott að heyra. Var að bæta þér inní tenglana. Hlakka til að heyra umn lífið í Friscó

 
At 2:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já það má segja að þið séuð alveg sérdeilis líkir feðgar, myndarmenn með eindæmum, og ekki spillir hógværðin fyrir;)
Kv. Arna

 
At 7:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vantar nytt og fersk blogg..eg hef ekki mikid ad gera herna i ameriku tar sem eg tekki engan, svo tid verdid ad vera dugleg ad blogga;)

kv.Tinna Kristin

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed