mánudagur, maí 14, 2007

mæli (ekki?) með meðmælum frá Kristine

Það er nú alveg meira hvað Danirnir geta miklað suma hluti fyrir sér. Ég var til dæmis, var að biðja leiðbeinanda minn með lokaverkefnið um að gefa mér meðmæli, sem ég þarf að nota þegar ég sæki um vinnu heima á Íslandi. Vika líður og ég fæ ekkert svar við tölvupóstinum með beiðni minni. Ég sendi henni SMS um að hún eigi póst og bið hana að kíkja á það. Ég fæ svarið daginn eftir. Hún hefur ekki tíma til að skrifa meðmæli fyrir mig! Vá, það er svo stórt verkefni að skrifa nokkrar línur. Heyrðu, þá segir hún að hún gæti gert það þannig að ég skrifi bara meðmælin sjálfur og svo kvitti hún bara undir... Aldrei hef ég heyrt um annað eins...:) Ég var nú bara frekar móðgaður og svaraði henni því bara að hún gætri troðið þessu þangað þar sem sólin skíni ekki, fyrst hún gæti ekki skrifað nokkrar línur fyrir mig. Ég var hvort sem kominn með tvo meðmæli fyrir.

Ég fékk reyndar svo smá bakþanka skömmu seinna. Ekki það að ég hafi verið með e-t samviskubit um að hafa verið dónalegur við hana, heldur frekar að hafa ekki gripið tækifærið og skrifað góða umsögn þessa þvílíku góðu persónu sem ég er og tíundað alla mína frábæru kosti...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed