Gunni að missa vitið ?
Já krakkar mínir nær og fjær sumir mættu halda að Gunni Palli væri e-ð farinn að missa vitið við öll þessi ritgerðaskrif en ég held að það sé útaf blogg álagi, nú er ég ekki búin að vera nógu dugleg við að skrifa á síðuna svo að Gunni verður að sjá um þetta alveg sjálfur greyið strákurinn, þannig að maðurinn sá skrifar núna það fyrsta sem kemur upp í huga hans. Nei nei, hann er við hestaheilsu kallinn og ég er nú bara eð að bullu en þust hver skrifar um innslög já það fékk allavegana viðtökur too say the least. Ég ætla nú samt ekki að fara að lofa neinu um að ég skrifi eð meira ég er orðin svo léleg í þessu bloggskrifi.
En nýjustu fréttir í Danmörku danirnir eru búin að uppgötva blogggið já ótrúlegt enn satt aðeins fáum árum á eftir okkur íslendingunum Psst ég verð nú að segja að danirnir eru nú ekki þeir allra tæknivæddastir. Þegar ég flutti hérna út fyrst og byrjaði í skólanum mínum og spurði eins og ekkert væri hvort ekki væri þráðlaust net í skólanum þá var sko horft á mig með stórum augum. þráðlaust hvað er nú það. Já þeir eru nú ekki of framarlega á merinni í þeim málunum.
Madonna kom í gær til Horsens og hélt stærstu tónleika nokkurntíma í Dk og kom of seint og fór of snemma var víst ekki svo góð sumir voru farnir áður en þeir byrjuðu nenntu ekki að bíða. Nei nei en þú þurftir nú samt að bíða í 4 tíma í röð til að kaupa miða hmmm you do the math ekki alveg að skilja ef þú ert á annað borð mættur alla leið til Horsens. Þar er nú ekki mikið um að vera nema skoða ríkisfangelsi danmerkur og hells angels og bandidos. Sem freystar kanski nokkurra meira en Madonna.
Jæja nóg af bulli frá mér í bili Gunni kemur örruglega braðum aftur með gott blogg um innslög eða annað gott stuff
kv Rokka (eins og börnin í leikskólanum bera nafnið mitt fram)
já, ég þakka þeim sem er svona umhugað um mína heilsu en get fullvissað þau um að hún er líklega á við um tvo hesta, ef ekki þrjá.
Og talandi um skrítin bloggefni þá get ég nú alveg fullvissað lesendur um að þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim. einmitt núna er ég að skrifa í huga mínum blogg um hvað ég þoli ekki hvernig gangandi fólk beygjir stundum fyrir horn. sumir bara ana áfram og klessa beint á mann. Það á að sjálfsögðu að beita hægri reglunni þar...en ég kem með ítarlegra blogg um þetta bráðlega