fimmtudagur, febrúar 23, 2006

spennan í hámarki!


Eins og dyggir lesendur síðunnar vita líklega þá erum við búin að vera í leik ansi lengi sem kallast “íbúðarleitarleikurinn” (úff). Við erum ekki enn búinn að klára hann en spennan liggur samt sem áður í loftinu þar sem við vorum að fá tilboð í íbúð sem við erum að fara skoða núna í kvöld. Við munum þó ekki flytja inn í hana fyrr en í apríl, (n.b. ef við fáum hana). Þar sem við höfum þessa íbúð sem við erum í núna aðeins til 5. mars þá skapar það smá vandræði sem við erum blessunarlega búin að leysa, a.m.k. tímabundið. Það vill nefninlega svo skemmtilega til að nágranni okkar hérna er einnig Íslendingur, sem við að sjálfsögðu könnuðumst við...(það var reyndar erfiðara að koma honum fyrir sig sökum þess það var frá Hróaskeldu sem við hittumst...minnið frekar brigðult frá þeim tíma). En allaveganna, þá er hann að flytja út úr sinni íbúð bara einmitt í byrjun mars og getum við því flutt inní hana í staðinn þar til hún verður seld. Við getum þó líklegast ekki búið þar lengur en í mánuð og því gæti farið svo að þriðja búðar/samastaðar leit okkar hérna í Köben hefjist á ný í lok mars - byrjun apríl!
Jeiii...það er svo gaman að þessum leik...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed