mánudagur, janúar 30, 2006

A rockstar ate my hamster!

Já, það var legið upp ansi skemmtilegu partýi nú á laugardaginn var. Tilefnið var bæði útflutningspartý hjá okkur annars vegar og Sindra, Rögnu og Höllu hins vegar. Þau eru einnig að flytja og því var um að gera að kveðja íbúðina með stæl. Til að hafa þetta aðeins skemmtilegra þá var ákveðið að hafa smá þema á partýinu. Valið stóð milli "gillzenegger" og "Silvíu Nætur" þema, eða "Rockstar" þema. Við ákváðum það síðarnefnda og það var því óspart talað um að fá "rokkstig" í kladdann fyrir ýmis uppátæki, í stað þess að vera segja "til kjjaaaalllinn" eða "kjalllinn að pósa" allt kvöldið... ógesslega sniðugt skillirrruu? Fólkið mætti svo í sínu rokkaraoutfitti og fékk sér tattú í stíl hjá Soffíu Tinnu, húðflúrarameistara Hells Angels, nýkomin á samning þar. Hún fékk nokkur rokkstig fyrir það!
Við byrjuðum kvöldið á pizzuveislu að hætti Sindra hins fræga pizzagerðamanns að austan, áður en við spiluðum aðeins og reyndum að krækja okkur í nokkur rokkstig hér og þar. Það bættust svo við fleiri í hópinn og áður en maður vissi var fólkið farið að týnast út á dansgólfið í góðum fíling, og nokkrir gerðust svo frægir að "slamma" að hætti rokkara. Heyrst hefur að fólk hafi þjáðst af harðsperrum í hálsinum daginn eftir...


Það er ekkert þægilegt að fá sér tattoo...en það er rokk! Posted by Picasa

Nokkrar myndir hérna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed