sunnudagur, júní 19, 2005

Strandarlíf

Ansi ljúf helgi að ganga yfir. Erum búin að vera dugleg að gera mest lítið og höfum haldið okkur að mestu í sólinni og þá sérstaklega við ströndina, sem er svona 15 mínútna hjólatúr í burtu. Annars hafði ég verið duglegur að dýrka sólina í garðinum enda stutt í helstu nauðsynjar, drykki, tónlist ofl. og maður spyr sig hvort það hafi verið sniðugt að fara frá höfuðvíginu. En þegar maður kemur niður á strönd og finnur sjávarilminn og sandinn á milli tærnar þá veit ég að maður hefur þetta á eftir að vera snilli. Sjórinn er ekki alveg svo heitur að það er hægt að synda í honum en það er á dagskránni ef veðrið helst svona næstu daga, það er bara svo heitt að mann verkjar í að svala sér í sjónum. Enn er vika eftir að "hreinu fríi" og ætlum við að græja okkur fyrir átökin á Hróaskeldu þar næstu viku og versla svefnpoka og fylgjast daglega með veðurspánni, sem enn er ekki komin fyrir þá helgi. Svo er á stefnuskránni að leigja jafnvel bíl og skoða okkur um í næsta nágrenni og klífa jafnvel Himmelbjerget!
Það er nú ekki úr vegi að minnast á að við hjónarkornin höfum verið ansi áberandi seinustu daga í fjölmiðlunum...ok það birtist lítil grein um fótboltafélagið margfræga SF Heklu í aukablaði Morgunblaðsins núna í dag (sunnud), myndir af okkur báðum þarna, hin fræga grettumynd af mér, og Ragnheiður í hópi dyggra stuðningsmanna liðsins, snýr reyndar baki í vellinn en hvað með það :)
Það held ég nú...verðum í bandi

 Posted by Hello

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed