mánudagur, mars 14, 2005

Verknámið o.fl

Ég var að fá ansi leiðinlegan e-mail þar sem ein úr bekknum var að segja að hún væri að hætta í skólanum. Hún lenti á svona líka svakalega slæmum verknámsstað, eða réttarasagt þá var verknámskennarinn hennar hrikaleg. Hún var sko í börnehaveklasse sem er fyrir 6 ára börn og kennarinn öskraði á krakkana og greyið krakkarnir þorðu ekkert að segja og kenndi vesalings bekkjarsystur minni um allt sem fór úrskeiðis hjá sér, svo að hún er bara að fara að droppa þessu öllu saman. Ekki alveg nógu gaman og svo er einn bekkjarbróðir minn búin að fótbrjóta sig í verknáminu en hann er að vinna með strákum sem eru ofvirkir o.fl í þá áttina og það var svo mikill hamagangur að hann fótbrotnaði ( by the way, þá var ég einmitt að spá í að fara á sama stað í verknám). Þannig að ég er bara frekar sátt við mitt verknám:)
Annars er maður bara farinn að huga að því hvað maður á að taka með sér til Berlín íha 8 dagar í það gaman gaman ble ble Ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed