Matur og menning
Við fórum í mat í gær til Rögnu og Sindra, en Ragna er systir hennar Regínu sem er með Gunna í sálfræðinni. Sumsé þá búa þau hérna í næstu götu sem er náttla bara snilld. Það var svaka góður matur og herlegheit það var sko forréttur, aðalréttur og eftirréttur. Þetta smakkaðist allt bara sona líka vel og svo var sötrað á rauðvíni og sumir fengu sér öl fram eftir kveldi.
Annars er maður alveg komin í ferðagírinn þar sem að við fljúgum til Berlínar á þriðjudaginn. Við erum búin að vera að stúdera bókina sem að við keyptum um Berlín. Þetta verða ekki leiðinlegir dagar.
aha