sunnudagur, mars 13, 2005

give me a break...not!

Fyrst ég er í blogggírnum og að tala um kvikmyndir, þá langar mig aðeins að minnast á hlé í bíóhúsum, og þá aðallega á Íslandi. Ég heyrði því fleygt að Íslendingar og Ítalir séu þeir einu sem hafi hlé á sýningum hjá sér. Ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það en gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Að minnsta kosti að e-u leyti, því hér eru þeir með hlé en aðeins á stórmyndunum, þessum þriggja og hálfs tíma. Ég verð að segja að ég er á móti hléum og finnst að maður ætti að geta notið myndarinnar ótruflaður. Hvernig ætlarðu að gera það, heyri ég nokkra spyrja, þú verður að fara á klósettið á milli og þá missirðu úr myndinni. En er það svo? Þegar við förum á þessar þriggja á hálfs klukkutíma myndir (LOTR) förum við þá á klósettið þrisvar meðan á myndinni stendur? Stöndum við upp þegar ein klst. er liðinn og segjum að blaðran þoli ekki meira...það er bara klukkutími sem hún þolir? Það finnst mér ólíklegt. Maður fer þá bara þegar kemur hlé eftir tvo tíma, svo af hverju ættirðu ekki að geta haldið í þér á "venjulegri" mynd. Ekki það að maður þurfi að halda eitthvað meðvitað...líkaminn heldur bara í dropann svo lengi sem þarf, og ef þú býst ekki við hlé, þá ferðu ekki að hugsa um hvenær það kemur svo þú getir kreist nokkra dropa. Annars skipta þessi rök nú ekki miklu, þetta snýst náttúrlega bara um popp og peninga. En samt...spjót í vopnabúrið ef e-r fer að rífa sig. Over and out.

1 Comments:

At 11:14 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

ÓLÉTTAR KONUR ERU LÍKA FÓLK!!!

...og þurfa að pissa oft

...annars pissa þær á sig!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed