sunnudagur, mars 13, 2005

ef þú sérð mynd einu sinni á ári...

Þessi frasi eða "mynd ársins" eru ansi vinsælir frasar hjá gagnrýnendum og oftast hristir maður bara hausinn, þeir segja allt. En ég held að ég geti látið þessi orð flakka núna, það er bara hvort sem mars og hver veit, kannski verður önnur mynd í júní sem fær sömu meðmæli, svo í sept og ...já þið skiljið. Ræman sem um ræðir rámar æðislega (segið þetta 5 sinnum hratt:), en já myndin Sideways, hreint út sagt frábær mynd. Átti óskarinn fyrir besta aðlagaða handritið frá bók alveg fyllilega skilið. Nú þegar ég er búinn að rífa upp væntingar ykkar get ég hvort sem er alveg haldið aðeins áfram. Það er langt síðan ég hef skellt uppúr jafnoft á mynd og á þessari, annars voru fjórir Íslendingar, að okkur meðtöldum, í salnum og við vorum þau einu sem tóku undir að ráði. Við erum örugglega með svona góðan húmor.

1 Comments:

At 7:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ójá, hún var frábær!
mig er ennþá að dreyma að allsberi gaurinn sé að elta mig ...
reyndar er það martröð ;)
HL

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed