Heimsókn frá Fróni
Síðastliðinn laugardag tók eg á móti Kristínu H og Hjördísi á lestarstöðinni og hún Kristín var búin að ferðast alla leið frá Íslandi til að heimsækja okkur Hjördísi. Við byrjuðum náttla að taka Íslendingarúntinn um Árósar . . . . Það er sko rúnturinn á milli H&M búðanna hérna. Svo fórum við heim til mín í Kappelvænget maður varð náttla að sýna Stínu slottið sko. Svo kokkuðum við Gunni Wok handa þeim stöllum ( það mætti halda að það væri það eina sem við kynnum að elda) Svo fór ég í heimsókn í sveitina jibbí það var gaman að kíkja á kollegied hennar Dæsí og það var bara svaka huggó. Svo daginn eftir fórum við til Vejle og þar hittum við Gunna á lestarstöðinni og kíktum á strikið á meðan við byðum eftir lestinni og eg fékk nú smá flash back því að þetta strik mynti mig mikið á þegar ég var í Slagelse fyrir um 10 árum maður er orðinn svo gaman hóst hóst. .. . svo varð nú meira um flash back þar sem við fórum í Legoland en þangað höfðu allir komið áður nema Hjördís, flestir þó fyrir ca. 10 árum. Það var mjög gaman í legolandi og þó sérstaklega þar sem við fengum að fara frítt inn í garðinn þar sem skólafélagi Hjördísar var að vinna og reddaði þessu bara fyrir okkur mjög næs það. En það var margt að skoða í landi legokubbanna en þetta var nú bara hálfgert tívoli það var allavegana eitthvað búið að bætast í tækjahópinn síðan ég var þarna fyrir hmmm 10 árum en þið getið séð allar myndirnar á myndalink2 sem var að bætast nýlega við. Það var mjög gaman að hitta Stínu og Dæsi og ég vil bara þakka þeim fyrir skemtilega ferð kveðja Ragnheiður
Takk sömuleiðis þetta var geðveikt skemmtileg ferð og rosalega gaman að hitta ykkur:)
heyrðu fyrirgefðu gamli minn. Þú verður bara að fljúga austur um haf og banka upp á því þú ert hér með boðinn í heimsókn! Ég á vonandi eftir að þiggja þitt boð einn góðan veðurdaginn...