styttist í brottför...eða útför
Þá styttist í heimförina sem verður þann 18. Það vill einmitt svo til að það er sami dagur og ég mun fá einkunn og gagnrýni á ritgerðina mína frá leiðbeinanda mínum og einum utanaðkomandi yfirlesara. Vonum bara að maður komi heim í góðu skapi :) Það verður fróðlegt að heyra hvað þeir hafa að segja um ritgerðina. Það er ekki laust við að það sé smá skrekkur sé í manni, sérstaklega þar sem þessi utanaðkomandi er mjög vel að sér á þessu ADHD sviði. Hún gæti því dregið leiðbeinandan minn niður í einkunn sem vissi sjaldnast hvað um var að ræða. Oft og mörgum sinnum byrjaði gagnrýni hennar á þessum oðrum: "sko, ég er nú ekkert allt of vel að mér í þessu, en...". Mjög reassuring. En nú er ég sem sagt búinn að "self-handicap-a" mig, m.ö.o. afsaka fyrirfram mögulega slæma einkunn, svo það er ekki mér að kenna ef ég fæ ekki þá einkunn sem ég vill ;)
Annars er ég búinn að vera stússast í undirbúningi á atvinnuleit, þ.e.a.s. ég er búinn að skrá mig á atvinnumiðlun, gera CV (lífssöguatvinnuverkamannaskólalyklakippuskrá), og svipast um eftir atvinnumöguleikum. Ég er ekkert allt of bjartsýnn á að vera ráðinn sem sálfræðingur, en ætla mér að lifa í vonninni aðeins lengur. Það er nefninlega næst hæsta atvinnuleysi hjá sálfræðingum í Danmörku (11%) (á eftir guðfræðingum). Að auki er lang erfiðast að finna sér vinnu í stóru borgunum (Köben og Árósum). Siðast þegar spurðist til einnar í Árósum var hún búin að vera leita í 1 og hálft ár! Það er mun meiri eftirspurn út á landi og í minni bæjunum, en ég er ekki að fara flytja aftur, nei takk.
Svo segja meira að segja Danirnir sjálfir að danska með sterkum hreim sé ekki líkleg til vinsælda og gæti valdið neikvæðari viðhorfum en ella. Ekki að ég hafi tekið neitt sérstaklega eftir þessu. Á mínu tímabili hér hafa þeir næstum allir verið mjög þolinmóðir og vingjarnlegir og t.d. nær aldrei gripið til enskunnar, jafnvel í erfiðum tilfellunum :) Maður veit þó að aldrei hvað þeir hugsa...
Stefnan er því sett á að finna tímabundna vinnu til að auka aðeins tekjur og bæta dönskuna enn frekar. Hver hún verður veit nú enginn, vandi er um slikt að spá.
Sjáumst bráðum
Gun
e.s. Til hamingju Magga og Jónsi með stúlkubarnið. Velkomin í heiminn litla mín.
e.e.s. Hvað varðar viðhorf Dana til þeirra sem tala dönska mállýsku eða dönsku með hreim, þá eru komin ný gögn fram á borðið sem sýna að þetta er fyrst og fremst vegna þess að þeir eiga sjálfir mjög erfitt með að skilja sitt ylhýra tungumál (sjá myndband)