ICE ICE BABY
Ég held að ég taki mig til og láti forsvarsmenn IceBank (SPRON) vita að nafn þetta nýja nafn þeirra er eitt það hallæristlegasta sem undirritaður hefur séð. Það er svo klisjukennt og barnalegt að það mætti halda að 5 ára krakki væri að vinna í markaðssetningardeildini þeirra. Það vantar bara meðfylgjandi slagorð til að fullkomna þetta: "IceBank, the coolest bank in the world", eða "IceBank, from the coolest place in the world". Það mætti reyndar nýta sér þetta í öðrum tilvikum: "IceBank, freezes your assets faster than anyone else".
Heitir hann þá Ísbanki á íslensku, eða hvað? Líklegst ekki. Það er aldeilis verið að huga að ylhýra móðurmálinu þar. Þetta er að gerast á meðan það er verið að þýða titla kvikmynda frá ensku yfir á íslensku. Meðan ég man, að þá er mín spá að a.m.k. þrjár myndir á ári muni heita "Á tæpasta vaði".
Kv
Gunni Iceman