fimmtudagur, desember 07, 2006

hvað hefur þú verið að bardúsa undanfarna daga?

Eftir að hafa skilað ritgerðinni gefst nú tími til ýmis konar afþreyingar og dundurs. Ég fór til dæmis búinn á körfuboltaæfingu núna á föstudaginn, var í fótbolta að venju á þriðjudaginn, og svo er ég að fara í fyrsta skiptið á handboltaæfingu í köld! Það verður fróðlegt að sjá hvernig maður finnur sig þar í þessu mikla "kontakt" sporti. Ég ætla að geta mér til um að hornastaðan passi vel við mig enda hafa margir smáir og knáir leikmenn verið þar í gegnum tíðina, líkt og Gummi Gumm.

Ég hef samt líklega sjaldan verið jafn grannur og ég er í dag, og líklega hefur mikil brennsla í fótboltanum í sumar ásamt kyrrstöðusetu yfir ritgerðinni haft mikið að segja. Ég er nefninlega þannig, að ég þyngist ekki við það að gera ekki neitt. Eina leiðin fyrir mig til að þyngjast er að borða eins og skepna og stunda líkamsrækt. Stefnan er því að byrja í ræktinni bráðlega, en mér finnst ekki borga sig að byrja fyrir jólin. Allar þessar harðsperrur og óþægindu sem fylgja fyrstu vikunni eða tveimur í ræktinni mundu verða til einskins. Ég veit nefninlega að ég mundi ekki vera sérstaklega duglegur yfir jólafríið, og mundi því þurfa upplifa harðsperrur dauðans aftur á ný eftir áramót. Slagorðið gæti því verið "fylla uppí kjólinn eftir jólin", en þar sem ég er reyndar karlmaður að þá mund þetta ekki alveg passa...e-r uppástungur?

3 Comments:

At 8:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

öööö, ertu ekki að gleyma einum smærri og enn knárri leikmanni en gumma gumm? smá hint, bjóst með honum í mörg mörg ár! sveiattann!

 
At 8:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

p.s. ekki svo eitt píp í viðbót um að það sé vandamál að grennast!!

 
At 11:36 f.h., Blogger Drekaflugan said...

já hvernig læt ég...Að gleyma einum efnilegasta hornamanni í kvennaboltanum er náttúrulega ófyrirgefanlegt. Ég hélt bara að María teldist ekki með því hún hætti svo snemma...? :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed