fimmtudagur, desember 07, 2006

Jólagjöfin í ár handa okkur er fundin!!

Ég held ég fari að fordæmi félaga míns úr boltanum, og óski mér sokka úr H&M þar sem á standa dagar vikunnar, þ.e.a.s. eitt sokkarpar sem stendur á mánudagur, annað sem stendur á þriðjudagur o.s.frv. Þetta geri ég ekki aðeins til að vita hvaða dagur er hverju sinni, heldur einnig til að einfalda pörun á sokkum eftir hvern þvott. Það er nefninlega ansi leiðinlegt að þurfa grannskoða hvern sokk fyrir sig til að sjá hvaða litur er á honum (dökkblár, dimmblár, svartur, aðeins dekkri svartur, og aðeins ljósari svartur) til að vita hvaða sokkar passa saman. Það hjálpar heldur ekki að Ragnheiður á sömuleiðis helling af svörtum eða dökkleitum sokkum sem auðveldar pörunina ekki.
Þetta hefur hingað til valdið því að við erum oft í hálf-mislitum sokkum og orðið að athlægi og útskúfun úr vinahópum vegna þessa. Það er því ekkert grín að vera í mislitum sokkum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed