þriðjudagur, mars 20, 2007

Nú liggja Íslendingar í ´ðí

Já, það var heldur fámennt á fótboltaæfingu í gækvöldi uppí Valby Idrætspark. Kannski sem betur fer, en ég kem að því eftir smá stund. Við rétt náðum 5 manns sem dugði til að taka reit og nokkrar skotæfingar. Þegar við erum á leið inní búningsklefann okkar, virkuðum við hálf ráðvilltir, því við teljum okkur hafa farið inní rangan klefa, þar sem dótið okkar er ekki sýnilegt neins staðar. Það getur samt ekki passað því klefinn var læstur og við nýbúnir að opna hann með lyklinum okkar. Sjáum við þá ekki að það er búið að sparka upp hurðina að sturtuklefunum, sem tengist við aðra klefa sömnuleiðis. Við höfum verið rændir! Tilfinningin sem ég upllifði var samt ótrúlegt en satt, léttir. Léttir yfir að hafa ákveðið á seinustu stundu að sleppa því að taka Ipodinn minn og glænýja símann minn með á æfingu. Einnig tæmdi ég veskið mitt af 200 pundum áður en ég fór á æfingu. Verst með fötin samt...

Þegar við svipumst hinsvegar um í öðrum klefum, sjáum við dótið okkar þar á tvist og bast, eftir að þjófarnir hafa farið vandlega gegnum það. Ég anda nú bara léttar því þar eru öll fötin og hlaupaskórnir mínir, svo það eina sem þeir höfðu uppúr krafsinu, var veskið mitt með bankakortinu og skilríkjum ásamt lyklunum. Hinn sem lenti í þessu, tapaði reyndar líka símanum sínum. Sem betur fer voru nú ekki fleiri á æfingu en þetta.

Með skilríkin og lyklana, ætti það samt að vera einfalt mál fyrir þjófana að heimsækja okkur hvenær sem er, t.d. þegar við erum í útlöndum eftir tvo daga, og hreinsa íbúðina. Þess vegna sit ég hér í sófanum og bíð eftir að lásasmiðurinn banki á dyrnar. Þjófunum skal sko ekki verða kápan úr því klæðinu, not on my watch baby! Sú heimsókn á reyndar eftir að kosta álíka mikið og ferðin fyrir okkur bæði til Cambrdige, eða 1500 kall.

En þetta var samt alveg ógisslega spennó í gærkvöldi. Við settum fullt af dóti fyrir aftan dyrnar, svo það yrði ekki hægt að komast inn, alveg eins og i bíómynd. Ég átti að sofa á sófanum, til að vera viss um að enginn laumaðist inn, og til öryggis var ég með sverð undir rúminu til að láta hvern þann sem læddist inn finna til stálsins...og svo fékk ég að poppa. Að auki stalst ég svo til að horfa á sjónvarpið til klukkan 2 í nótt, á leik United og Middlesborough, ýkt töff.

Kennir þetta ykkur e-a lexíu? Það verður amk aldrei klikkað á þessu aftur hér á þessum bæ.

6 Comments:

At 9:40 f.h., Blogger Jonni said...

Úffff ... ég hef sennilega aldrei verið jafn ánægður með að hafa verið heima með hálsbólgu! Djöfulsins Dana þjófarnir, enginn friður fyrir þessum fávitum!! Næst geymir maður dótið í bílnum (ekki að það sé öruggt þar!)

 
At 4:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Komiði bara heim - þessir danir eru ekki alveg að gera sig.

P.s. stendur heimilisfangið á lyklinum þínum?

 
At 5:56 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Nei það stendur reyndar ekki á lyklinum en ég var með sygsikringskort í veskinu sem er með allar upplýsingar um mig. Nafn heimilisfang þannig að ...

 
At 9:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, ok þannig! :) Hélt kannski að innbrotsþjófar í Danmörku væru svona hraðvirkir - prófa hverja einustu lyklaskrá í Köben í von um að lykillinn passaði ... múhaha

Vonum bara að þetta hafi verið arabar sem kunni ekki dönsku ;) oj var þetta ljótt?! :þ

 
At 10:02 e.h., Blogger Ingvi Rafn said...

djöfull er ég feginn að vera tognaður, annars væri síminn, ipodinn og veskið líklega farið. Mikill missir þó að veskið hefði reyndar verið tómt... en ég skal veðja að þetta hafi ekki verið alvöru danir að verki, hehe fordómarnir að drepa mann

 
At 1:51 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já, það er lán í óláni að vera tognaður/veikur um þessar mundir. Þetta hljóta bara að vera innflytjendur, Danir gera ekki svona ;)
Annars var ég að fá símtal frá löggunni um að þeir hefðu fundið veskið mitt, svo nú er bara að taka fram litla spæjarsettið mitt og elta þessa hunda uppi...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed