mánudagur, mars 12, 2007

All in!

Lenti í maraþon póker á laugardagskvöldinu. Við hittumst nokkrir strákar úr boltanum og tókum í spil með öðru auganu og horfðum á Barca-Real með hinu auganu, frekar erfitt. Enda datt ég snemma út í fyrra spilinu og gat notið þessa þvílíka leiks með óskiptri athygli. Í seinna spilinu hins vegar, sem hófst um hálf tólf, var svo annað uppi á teningunum. Þá þraukaði ég þar til það vorum bara ég og einn annar eftir, og klukkan farin að nálgast þrjú. Spilið endaði þó vel, og þrátt fyrir að ég var vinum fátækari og peningi ríkari eftir spilið, þá jafnaðist það aðeins eftir að ég bauð á barinn ;)

Annars er farið að vora allverulega hérna, solen skinner og loftið verður mildara og mildara. Og eins og í sveitinni, þar sem kálfunum er sleppt útúr fjósinu með tilheyrandi sprikli, þá verður álíka jafn mikil gleði og sprikl hjá okkur strákunum í boltanum, þar sem fyrsta útiæfing ársins er í kvöld.

Og í dag eru aðeins 10 dagar í Cambridge!!

2 Comments:

At 9:39 f.h., Blogger Ingvi Rafn said...

Haha tókst Gussa að tapa niður pottinum. Ég fékk nett samviskubit að stinga af með fyrri pottinn. Ég splæsi þá bara á barnum næst þegar ég vinn..
kv, rafninn

 
At 2:38 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Já, það hafðist með þraustsegju og þolinmæði að ná af honum pottinum. En við skulum endilega endurtaka leikinn bráðlega, þá sleppurðu ekki svo auðveldlega :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed