heimsókn frá Bergen
Fyrir skömmu lauk heimsókn Jens pabba hennar Ragnheiðar til okkar en hann hafði verið hjá okkur í góða fimm daga. Tíminn var nýttur til að gera vel við sig og fórum við m.a. í heimsókn til ættingja þeirra feðgina hérna í Köben og fengum að kynnast danskri gestrisni og matargerð. Að auki var svo farið gjörsamlega yfir Strikið nokkrum sinnum og komið við á kaffihúsum eða pöbbum til að fá sér e-ð hressandi. Við fórum svo út að borða á ítalskan veitingastað hérna á Amager og kíktum á jólastemninguna og öll jólaljósin í Tívolíinu. Við brugðum okkur í skoðunarferð um fríríkið Christjaníu og kíktum á alíslenskan jólamarkað í Jónshúsi. Þar var nú reyndar lítið um jólavörur þar sem þetta voru aðallega íslenskir búðareigendur í Kaupmannahöfn en gaman engu að síður. Svo er nú jólabasar einmitt hjá Kristjaníu núna bráðlega, og það verður mjög fortvitnilegt að sjá hvaða hluti maður á eftir að sjá frá fólkinu sem býr þar :)
Heil og sælar, til lukku með að vera búinn með ritgerðina. Vona að þú eigir eitthvað af heilasellum eftir fyrir efri árinn. Vonandi hittumst við ekkert yfir jólahátíðarnar á Íslandi, því það myndi brjóta upp hefð seinni ára.;)
Kv. Óli IceBank Group ohf.
Já takk fyrir það gamli. En já að væri synd ef hefðin skyldi rofin þetta árið, en við getum svo sem planlagt að hittast ekki á e-u kaffihúsi niðrí bæ klukkan 13:00 þann 28.?
Líst vel á það en kem reyndar ekki fyrr en 30. des til Íslands, alfluttur, loksins. Þannig að svona næstum allir dagar eftir 29. næstu 50 árin eða svo henta betur.
...eða hvað...28. des er þá reyndar fínn dagur til þess að ákveða að hittast ekki...þannig að eigum við að slá því föstu að hittast ekki þá og svo kannski athuga með annan dag til þess að hittast?...
já segjum það, við hittumst þá örugglega ekki þann 28. Ég fer hins vegar af landi brott þann 4. svo það er nægur tími
ÞAð hlýtur annars að vera gaman fyrir þig eftir öll þessi ár í útlegð að mega loksins koma heim. Bara leiðinlegt hvað svona dómar eru lengi að fyrnast.