Tékklandsferð
Þá er maður komin heim frá Tékklandi, þá hugsa flestir já hún var í Prag, sem ég og var en fyrst fórum við til Cjeski Raj sem er svakalega fallegt svæði 80km frá Prag. Kallað Tékkneska paradísin(held ég) Ég fór með íþróttalínunni og svo var friluftsliv líka svo við vorum 30 manns. Við fórum með rútu og tók það litla 15 tíma sem liðu ótrúlega hratt. Það var samt ekkert rosalega auðvelt að sofna í lengri tíma. Við komum til á hótelið kl 13 og fórum beint í fjallgöngu í 3 tíma sem var svakalega skemmtileg
Annan daginn fórum við í fjallaklifur sem var mjög gaman en ég var nú ekkert svakalega huguð. Það var hægt að velja þrjár leiðir eftir erfiðleikastigum frá 1 til 11 við gátum valið 2, 3 og 11 ég valdi nú bara nr 2
Eftir hádegi fórum við svo í fjallahjólaferð sem var rosalega skemmtileg. Hjóluðum 26 km. Seinasta daginn fórum við svo í hellaskoðun eða cave and roping þar var farið í allskonar hella þar sem maður þurfti að skríða til að komast í gegn og sumum fannst þetta nú aðeins of mikið.
Daginn eftir var svo farið til Prag þar sem við skoðuðum það allra mikilvægasta Karlsbrúna og klukkuna og svo var röllt í búðir. Við kíktum svo á diskótek um kvöldið og dönsuðum fram á nótt. Það varð ansi svefnlaus dagur sem tók við, fengum flest sirka 3 til 4 tíma svefn og svo farið að skoða tékkneskt barnaheimili suss maður var orðin ansi þreyttur þegar við fórum loksins heim til Danmerkur kl 7 um kveldið.
Heil og sæl. Ragnheiður. Myndirnar kalla fram góðar minningar frá Prag og einkum sú síðasta. Sagt er að snerti maður þessa mynd þá komi maður aftur til Prag, en það er bara ekki alveg rétt. Sú rétta er aðeins lengra út á brúnni, þannig að þú verður að fara aftur og tékka á þessu. kkv Leifur
..til að hafa þetta alveg rétt þá er kross á brúarhandriðinu sem maður á að strjúka. kkv
leifur
Já Leifur það er gott að vita hvað þetta þýðir því við vissum ekkert hvað þetta var. Við gerðum bara eins og allir hinir:)kv Ragnheidur