föstudagur, október 06, 2006

tilviljun?

Eins og allir vita er sannkallaður stórleikur um helgina: Fc Fame mætir Vængjum Júpíters í úrslitaleik Utandeildarinnar. Þetta er nú liðið mitt sem ég spilaði með áður fyrr, við vægast sagt góðan orðstýr og mun líklega gera aftur nú um helgina. Væntanlega eru margir sem setja nú spurningarmerki við þessa skyndilegu “heimsókn” mína til Íslands (amk vildi þjálfi að ég kallaði hana það), sem vildi svo til að var einmitt á þeim sama tíma sem Fame var að spila mikilvægan undanúrslitaleik um seinustu helgi og svo núna úrslitaleikinn. Ég ætla leyfa ykkur um að ráða í þá gátu lesendur góðir...:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed