maður lærir ýmislegt í bíó skal ég nú segja ykkur...
Var að horfa á leik Real Madrid og Villareal frá þvi 25. apríl 2005...og það í bíó. reyndar er ekki hægt að segja að ég hafi verið að horfa á leikinn sjálfann heldur aðallega á einn leikmann þar, Zinedine Zidane. Já, ég var á myndinni Zidane þar sem 17 myndavélar fylgdu leikmanninnum eftir í allar 90 mínúturnar. Reyndar voru þetta ekki bara mínútur úr leiknum eins og upphaflega var planið, því Zizou var rekinn af velli undir lok leiksins í atviki sem minnti illþyrmilega á úrslistaleikinn í HM 2006.
En maður varð ýmiss vísari um leikstíl hans eins von er á, og kom það á óvart hve lítið hann hreyfir sig á vellinum og tekur síðan stutta spretti þegar þörf er á. Lagði einmitt upp eitt gott mark á slíku mómenti. Maður heyrði svo andardráttinn hjá honum og svo var spiluð síðrokktónlist í bland við fótahreyfingarnar, svo þetta var voða ljóðrænt allt saman.
Um leið og myndin var svo búin, var svo skundað á fótboltaæfingu. Ég var alveg ólmur að komast í bolta eftir að vera búinn að horfa á galdramanninn leika listir sínar. Mér leið svona hálfpartinn eins og ég væri í bíómynd á æfingunni, amk hef ég aldrei verið svona meðvitaður um andadráttinn minn í fótbolta áður. Gott ef ég náði ekki að pikka upp eitt eða tvö atriði hjá honum/eða myndinni, ég reyndi að tímasetja hlaupin betur með ágætis árangri, og svo að skora bara falleg mörk...mjög mikilvægt þetta síðastnefnda :) Enda var mönnum tíðrætt um það á æfingu þessari, hve leikstíll minn þótti svipa mikið til meistara Zidane...ég gat bara ekki verið annað en sammála því :)