þriðjudagur, september 05, 2006

Lítil saga

Alveg frábær helgi afstaðin. Fórum í nostalgíuferð til Árósa (með ansi skemmtilegum endi) og heilsuðum uppá gamla og góða vini. Það eru farin að vera síðustu forvöð að sjá suma, því stutt er í heimför hjá mörgum af þeim. Til að mynda sjáum við Bjössa og Regínu ekki í bráð því þau eru að ganga menntaveginn alla leip til Cambridge nú í vikunni. Við gistum hjá Emil og Siggu Lóu og litlu rúsinunni þeirra í miklum hyggeligheitum. Við létum almennt bara fara vel um okkur, röltum og snæddum í bænum og festuðum síðan vel á Festugen um kvöldið með góðum vinum. Ég bragðaði hunangsbjór í fyrsta skiptið og sá rann aldeilis vel niður. Mæli með að fólk kíki á bryggeriet annaðhvort í Árósum eða Vesterbro og prufi hann.


Helgin byrjaði samt ekki vel því í staðinn fyrir að vera fyrir framan tölvuna að reyna redda miðum á ManU vs. FCK, þá þurfti ég að vera í rútunni á leiðinni til Árósa. Ansi óheppileg tímasetning. Ég var þó með tvo félaga mína í verkefninu en...allt kom fyrir ekki! Seldist uppá 8 mín. og ljóst að það verður ansi erfitt að redda miðum. Ég hitti nefninlega einn félaga minn sem er með puttana í öllu og sagðist alveg geta reddað mér miða...hann kostaði bara 3.000 Dkr!! Nei, takk full mikið. En Gunni var ekki lengi í helvíti, því næst spurði hann mig hvort mig langaði að fara á tónleikana. Tónleikana? Já, tónleikana með Rolling Stones í Horsens. Jújú, ég hafði svo sem ekkert á móti því (hrygldi við að heyra verðið hjá honum). 450 KALL SEGIRÐU !?!?! (N.B. miðinn kostaði 720 í miðasölunni). Ég talaði við Emil og BINGÓ, við vorum á leiðinni á 85.000 manna tónleika með Rollingonum. Hann átti bara 4 miða eftir og þar af seldust tveir meðan ég var að tala við hann. Ég gat þó vakið Bjössa daginn eftir með þeirri skemmtulegri spurningu hvort hann langaði að kíkja á Rolling Stones eftir klukkutíma, nokkrir auka miðar voru að detta í hús!
Við lögðum hæfilega þunnir af stað til Horsens sem er aðeins 30 min i burtu og skoðuðum stemminguna. Við ákváðum þó að vera hæfilega snemma í öllum röðum því við höfðum heyrt frá fólki sem var á Madonnu tveimur vikum fyrir að útsýnið hafi verið vægast sagt slæmt. (ekki gaman að vera aftarlega á 80.000 manna tónleikum). Við höfðum reyndar heyrt frá Siggu Lóu og Eddu að málið var að vera fremstur og svo HLAUPA FREMST !! Við vorum því tilbúnir í allt, komnir í hlaupaskóna, fremstir í hliðinu okkar og búmm...þegar við komum í gegn sáum við að það var erfitt að hlaupa fyrir fólki. Við röltum því rólegir, sáum að fólk var að fá e-ð armband við framvísun miðans sem við fengum líka, enda ekkert eðlilegra hugsuðum við...Think again! Armbandið var víst VIP armband sem veitti aðgang að fremsta svæðinu, og þá meina ég sko fremsta!! Við höfum ekki hugmynd um hvernig miða við höfðum í höndunum, en þá höfðu þessir selst upp langfyrstir. Við vorum sem sagt næstum einir þarna inni í “pittnum” og tylltum okkur niður á plastpoka (takk Sigga Lóa) og sötruðum öl, alveg slakir (en réðum okkur samt ekki fyrir kæti yfir staðsetningunni :) tónleikarnir byrjuðu reyndar ekki fyrr enn eftir 3 tíma en við hreyfðum okkur ekki til að missa ekki staðinn okkar í pittnum, tókum enga sénsa þar.
Skemmst frá því að segja að tónleikarnir voru alveg meiriháttar, þeir bestu sem ég hef séð. Jaggerinn var alveg á fullu hlaupandi um eða skiftandi um föt (sem þeir allir gerðu oft) og Keith Richards með sígó í kjaftinum brosandi lymskufullslega annað slagið. Alveg frábær sviðsframkoma með pottþéttri uppröðun á lögunum, tóku alla slagarana í bland við nýtt. Og maður lifandi, þvílíkt sjóv! Tónleika uppsetningin jafnaðist alveg á við fjagra hæða blokk með þvílíkri ljósasýningu, flugeldasýningu, og þeim stærsta skjá sem, tja...flestir hafa séð. Kíkið bara á myndirnar. Þetta var sem sagt alveg frábær endir á frábærri helgi, og nokkuð sem ég mun aldrei gleyma.
2 Comments:

At 9:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rollingarnir rúla

 
At 10:20 f.h., Blogger Drekaflugan said...

úje, Rock and roll.

Ein pæling...hvort kom á undan Rock and Roll, eða Rolling Stones (hvað er stone annað en Rock?)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed