þriðjudagur, september 05, 2006

Á Fram Ísland?

Það hlaut að koma að þessu. E-r hefur talað við dönsku fjölmiðlana um fótboltaleikni okkar Íslendinganna hérna, því á morgun ætla þeir að koma á leikinn sem við í Guðrúnu /FC Ísland eigum á móti e-u dönsku liði í 8 liða úrslitum bikarins. Þeir ætla að vera með viðtöl og sýna svo frá leiknum í varpinu seinna um kvöldið. Það er kannski að maður verði loksins uppgvötaður eftir öll þessi ár...?
Það eru reyndar e-r umræður um að þetta tengist landsleiknum milli Íslands og Danmerkur seinna um kvöldið, en ég er nú ekki alveg að kaupa það. Mínu máli til stuðnings, þá ætla þeir meira að segja að koma með okkur niður á O´Learys (fótboltabarinn á Hovedbane) og fylgjast með okkur og öllum Íslendingunum samankomnum þar fylgjast með landsleiknum og vera með “live” útsendingu.

Sem sagt allir Íslendingar í Köben að mæta á leikinn okkar og kíkja svo á barinn og sjá strákana okkar taka á Dönunum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed