föstudagur, ágúst 11, 2006

11. ágúst

Já, þá er búið að bæta við einum hringi í þverskurð ævi minnar...fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er að tala þá var ég að meina "ég á afmæli í dag" Jeiiii...eða noooo....ég er orðinn svo gamall! Yeah right! Mér hefur ég aldrei fundist yngri en einmitt núna og er óhræddur við að kanna heima og geima. Blæs á allar þær sögur um e-n þrítugsaldur sem á að vera e-ð mál, ég er ekkert hræddur við hann...(Er það kannski einmitt svona sem þeir hræddu tala? :). Höfum ekki fleiri orð um það.

Er annars búinn að halda daginn hátíðlega með að fara á internetkaffihús og spila Battlefield 2, how sad is that? Ég er bara húkkt, hvað ég get sagt. Ég get hins vegar glatt suma með því að lýsa þessu rosalega skoti sem ég náði með skriðdrekanum mínum í stélið á þyrlu einni sem...Hvað, ekki áhugi? Ég er tölvunörd þessa dagana með meiru. EFtir að búinn að vera stara á skjáinn og pikka á lyklaborðið þessa blessuðu ritgerð, þá er strax haldið á netkaffihús og spilað sig stjarfann! Ég vona bara að þessi ritgerð klárist bráðlega áður en leikurinn yfirtekur sálu mína algerlega MOHAHAHAHA...

Annars er stefnan sett á bæinn í kvöld með rómó dinner og svo tónleikum með Gavin DeGraw í tívolíinu í kvöld. Bið að heilsa...

this Corporal Gunnar Páll Leifsson afmælisbarn signing off...

3 Comments:

At 7:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið gamli

 
At 2:13 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Innilega til hamingju með afmælið Gunni P. Þetta hljómar nú bara eins og hinn besti afmælisdagur. Við vonum að þið hafið það gott, kær kveðja frá Århus,

Emil, Sigga Lóa og Selma

 
At 1:34 e.h., Blogger Drekaflugan said...

takk fyrir það öllsömul.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed