föstudagur, júlí 07, 2006

Skeldan



Jæja, back to reality. Kominn aftur eftir rokk og ról á Hrósakeldu frá fimmtudegi til sunnudags. Þetta er svona aaaaðeins í lengra lagi, enda frá mörgu að segja. Byrjum á tónleikunum...

Það var af nógu af taka á þessari hátíð og byrjuðu herlegheitin strax á fimmtudeginum með Guns and Sigur Roses. Hressu strákarnir í Sigur Rós og Axl Rose tóku nokkra slagara saman í góðum fíling. Ég er strax byrjaður að bulla, þetta verður langur lestur.
Guns and Roses voru fyrstu tonleikarnir sem eg ætlaði mer að sja. Sa eini eftirlifandi ur upprunalega bandinu var Axl Rose sem hafði keypt nafnið og þar með réttinn af lögunum, sínum fyrrverandi félögum til mikillar mæðu. En það er nú söngurinn sem skiptir mestu máli á tónleikum og þvi keypti maður þetta alveg, Sbr. Roger Waters að taka Pink floyd.
En eftir klukkustundarbið eftir Öxlinni að þá var maður orðinn nokkuð þreyttur. Hann heimtaði vist 20 flöskur af Jack Daniels og 20 ljoshærðar stelpur og að enginn á sviðinu mátti horfa í augun á honum. Nett ruglaður, enda skálaði hann seinna fyrir öllum þeim sem ætluðu að vera eins “fucked up” og hann var. Loksins kom hann þó og tók tvo þvílíka slagara til að byrja með og gott ef að röddinn náði ekki bara svipuðum hæðum og í gamla daga. E-ð virtist hann þó ætla slaka á því eftir tvö lög tók hann sér tíu mínutna pásu á meðan hljomsveitarmeðlimir hans dúlluðu sér við að taka extra langar instrumental utgafur af lögum a borð við Ziggy Stardust og Beautiful með Christine Aguilera!!?? Þetta endurtok sig so með reglulegu millibili. Hann var hvergi sjáanlegur á sviðinu og greinileg að röddin þoldi ekki álagið, en hvað hann var að gera er ráðgáta enn þann dag í dag...

Við gáfumst upp á þessu eftir hálftíma show og röltum yfir á SigurRós, tónleika sem mig langaði mikið að sjá, en ákvað að láta Guns ganga fyrir, klikka ekki a þvi aftur. Við strönduðum í fólksfjölda töluverðum spotta frá Arena
(næst stærtsta svæðinu), og sjónin sem blasti við okkur var ansi mögnuð.


Eflaust þúsund manns sem héldu á kveikjara á meðan dáleiðandi tónar komu frá sviðinu. Ég rölti nær en hrasaði næstum um allt fólkið sem lá í grasinu fyrir utan sviðið, samankiprað og oft í faðmlögum. Tónleikarnir voru hreint út sagt magnaðir, og endirinn þegar þeir toku “popplagið” var eftirminnilegur.

Föstudagurinn var einnig með frábært line-up. Morrisey og Bob dylan. Morrisey byrjaði á slagaranum Panic og byrjaði ég ósjalfrátt að syngja með. Hann tók nokkra
slagara frá Smiths, en svo aðallega nýjasta efnið frá sóloferli sinum. Bob Dylan er ég nú ekki þaulkunnugur fyrir utan helstu slagarana, sem hann tók þvi miður mjög litið af. Ég áttaði mig samt sem áður loksins á þvi hvað hann JimiHendrix söng um í laginu sínu “Purple Haze” efit þessa tónleika. Fólk var greinilega búið að spara stærstu jónuna sína fyrir þetta kvöld.









Bestu tónleikarnir voru samt The Streets. Ég hafði eiginlega aldrei hlustað á þá (hann) fyrr en kvöldið áður. Þá skreið ég inní tjald og hugðiast fara að sofa, enda morgunnvakt framundann frá klukkan 0700. Sænsku stelpurnar við hliðiná mer voru hins vegar á öðru máli. Þau voru búnar að taka fram græjurnar sínar og spiluðu og sungu með vel (reyndar ekki) og lengi. Það var nú samt ekki hægt að biðja þeim að lækka í græjunum, enda var maður nú á Hróaskeldu, rokkhátíðinni milku. Ég lagði því bara niður og reyndi að sofna en það var ómögulegt. Ég fór því ósjalfrátt að hlusta á tónlista, og reyndist hún bara vera svona þvílíkt góð. Spiluðu þær m.a. The Streets og varð ég strax hrifinn. Ég gafst samt bráðlega upp á svefninum og fór ut til þeirra og fékk mér einn bjór.

Laugardagurinn var samt svo skringilega uppsettur að það voru aðeins einir tonleikar sem mig langaði til að sja og það voru Primal Scream, og því voru það bestu tónleikar dagsins. Að vísu sá ég töluvert af Scissor sisters og voru þeir mjög flottir og eiga nokkur mjög fín lög. Aðalástæðan var samt að ég vildi sjá þeirra útgáfur af Pink Floyd laginu “Comfartbly Numb”, besta lagið þeirra og góð upphitun fyrir sunnudaginn með Pink floyd.

Kannski aðalástæðan fyrir að mér fannst að laugardagurinn var svo skringilega uppraðaður, var að sunnudagurinn var svo þétt skipaður af mjög svo svipuðum böndum að ógerningur var að ná þeim öllum. Það var að vísu hægt að “sjá” þá flesta, en ef maður vildi “upplifa” þau líka, þá þurfti maður að mæta aðeins fyrr til að fá þokkalegan stað. En böndin sem voru í boði þann daginn voru allsvakaleg: Arctic Monkeys, The Strokes, Kaiser Chiefs, Placebo, Franz Ferdinand og svo bien suir Roger Waters. Ég náði að “sjá” Arctic Monkeys, því Ragnheiður og Þóra Stína voru að mæta á svæðið. Þegar þær voru komnar fórum við á The Strokes og voru þeir svakalega þéttir og skemmti ég mér konunglega, enda mikill áhangandi. Skömmu seinna stigu svo Franzararnir á svið og var bókstaflega stappað á 80.000 manna sviðinu og stemmingin svakalega. Fólk veifaði höndum í takt og tók vel undir. Frábærir tónleikar þar. Þá var nú farið að styttast í aðal event-ið; Roger Waters. Það var búið að stilla upp auka surround-hljóðkerfi fyrir þá tónleika, svo enginn ætti að fara á mis við hljómgæðin. Þegar fyrstu tónarnir byrjuðu að hljóma, lagið “Shine on you crazy diamond” að ég held, þá varð ég gagntekinn. Svo tók hann smá af solo efninu hans og svo nokkur aðra fleiri demanta líkt og “Wish you were here”. Ég var nú farinn að spyrja sjálfan mig hvort dagskránni hefði verið breytt því ekkert lag af Dark side of the moon var komið, og hétu tónleikarnir einmitt “Dark side of the moon”. Það fór því að renna upp fyrir mér hvernig kvöldið mundi fara og rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Það var nefninlega farið að styttast í lokavatkina mína í sjálfboðavinnunni minni, og það allsvakalega. Ég hafði vonað að heyra svona 80% af tónleikunum, en hann byrjaði 10 mínútum seinna en hafði ætlað og klukkan var að verða hálf ellefu. Klukkan rúmlega hálf lauk hann einu laginu og sagði svo að hann ætlaði að taka tíu mínútna hlé og taka svo ALLA Dark side of the moon...Ég taldi niður mínúturnar en þurfti því miður af missa af meistaraverkinu sjálfu. Þegar ég var að labba út um hliðið heyrðust fyrstu tónarnir og mig langaði til að gráta...


Hér með lauk tónleika hluta hátíðarinnar. En það var margt eftir. Ég átti eftir að vinna á lokakvöldinu sjálfu, kvöldi sem er alræmt fyrir tjaldbrennur og nettu rugli, enda margir búnir að vera á svæðinu í viku djúsandi og reykjandi. Ég var þó að vinna nálægt tónleikasvæðinu svo ég heyrði óminn af tónunum frá tónleikunum. Það þýddi einnig að hörðustu gestirnir voru einnig samankomnir þar enda örstutt að fara á og af tónleikasvæðinu. Jæja, þá byrjar vaktin. Í stuttu máli held ég að ég geti sagt að ég hef aldrei séð annað eins. Við vorum settir í brunavakt og í heildina hef ég líklega slökkt í 20 tjöldum. Fólk var hreinlega sumir hverjir að ganga af göflunum. Sumir hópar fóru að rústa tjöldum, aðallega sínum eigin held ég, en með undantekningum þó. Fólk var farið að flýja af svæðinu og leist okkur ekkert á blikuna. Það var svo búið að reisa 3 metra háan “skúlptur” úr drasli og voru þeir alltaf að reyna kveikja í því. Við vorum því ekki vinsælustu mennirnir á svæðinu þegar við komum og slökktum í því. Oftast var þessu þó slegið uppí grín og fólk var búið að búa til söng um “verðina í appelsínugulu vestunum” og hvað þeir eyðileggja allar brennur. Löggan mætti svo á svæðið ásamt gæslunni og róaði það mannskapinn nokkuð. Þarna voru tonleikarnir alveg að klárast og tugþúsundir manna streymdu nú í gegnum svæðið. Brjálæðið hélt áfram, en við vorum farnir að taka þessu með meiri ró. Þessi nýju tjöld eru þannig gerð að þau brenna ekki hratt, öfugt við gömlu tjöldin sem bókstraflega fuðra upp. Ekki veit ég hvort mikið var af þannig tjöldum á svæðinu við hliðiná okkar, en við og við heyrðust fagnaðaróp koma þaðan, og tvegja metra háar eldtungur blöstu við okkur. Sem betur fer vorum við ekki að vinna þar. Annars var fólk almennt ótrúlega vingjarnlegt við okkur, gaf okkur að drekka, mat, eða lýsti yfir ánægju þeirra á strafi okkar.

Kvöldið gekk því svona fyrir sig að mestu, en um klukkan 0300 spurðum við okkur að því hvað mundi gerast þegar “monster” diskóið sem var haldið rétt hjá yrði yrði búið. Það var haldið á næst stærsta tonleikavæðinu og það var þvílíka krafturinn þar í gangi og nokkur þúsund manns að dansa og skemmta sér. Ég hefði aldrei getað ímyunda með hvað gerðist þegar því lauk seint og síðar meir. Fólkið streymdi út með bassann dynjandi í líkamanum og hjartað pumpandi á fullu. Ég hef aldrei orðið vitni af jafn jákvæðari tjáningnu á þessu líkams og andlega ástandi sem þetta fólk var í. Hvað gerir fólk sem vill dansa og tónlistin er engin? Það býr til sína eigin tónlist. Fólk greip í það sem því var hendi næst, oftast brotin tjaldstöng, bjórkassa, og fór að berja því saman á fullu, búandi til takt sem með tímanum náði saman og úr varð þvílíka stemming sem ég vill líkja við e-ös konar “tribal gathering” í Afríku eða þvíumlíkt. Fólk var í algerum algleymingi, berjandi í allt sem það náði í, flöskur , bjorkassa, götuna, gáma og sumir voru með flautur eða bongótrommur. Fólk var meira segja farið að dansa við taktinn. Magnað að fylgjast með þessu. Þetta hélt síðan áfram tímunum saman og fleira fólk bættist við. Þetta hafa örugglega verið rúmlega hundrað manns þegar hæst stóð. Þessi hömlulausa hegðun endaði svo um klukkan hálf sjö um morgunninn þegar þeir sem eftir voru fóru í skrúðgöngu um svæðið berjandi í allt sem þau komu nálægt til að búa til nýja hljóma. Betra Stomp atriði hef ég aldrei séð. Því miður voru batteríin í myndavelinni minni búin en þetta á eftir að lifa í minningunni...Þetta hefði ég líklega aldrei upplifað hefði ég ekki verið að vinna.

Restina set ég fram í punktaform, enda yrði þetta álíka langt og mastersritgerðin ef ég héldi áfram á sama róli.
· Nektarhlaupið sem fór fram á svæðinu mínu. Náunginn sem vann það, gerði það í fjórða skiptið í röð, og fær að verðlaunum miða fyrir tvo næsta ár. E-r áhugasamir??
· Vatnið sem hægt var að dýfa sér oní og skola af sér rykið og kæla sig
· Allir rokkararnir með tattúin sín, dreadlokkana, eða hanakampa, osfrv. sem setja svo skemmtilegan svip á hátíðina.






· Klósettvaktin mín sem stóð yfir í tvo tíma
· Á þessari vikulöngu, 100.000 manna hátíð, held ég held að engin nauðgun hafi verið kærð, og engin slagsmál sá ég. Að vísu voru tilkynntar um 300 þjófnaðir.
· Ég var líklega sá eini sem tók meiri farangur með sér heim en á hátíðina. Núna á ég glænýtt tjald, stóra uppblásan dýnu, útileguteppi og ýmist smádót.
· Hlakka til að sjá myndasafnið sem allir eiga eftir ferðina, en í 20 manna hóp voru allir með vélar. Myndirnar koma seinna.
· Ég hef aldrei séð jafn mikið ad hassi, ekki einu sinni í sjónvarpinu. Náunginn sem var að vinna með mér hafði keypt 23 grömm af hassi fyrir hátíðina!! Kannski að það eigi sinn þátt í því að hátíðin var jafn friðsæl og raun ber vitni?
· Almenn vingjarnlegheit hátíðargesta. Meðan eg var að vinna kom folk ósjaldan upp að okkur til að spjalla, gefa okkur bjór, mat eða jafnvel knús. Oft endaði það á því að óska okkur góðrar vaktar eða hrósa fyrir gott starf.
· Silent diskóið, sem var stort tjald þar sem allir voru dansandi við algera þögn. Þegar betur var að gáð höfðu allir heyrnatól á höfðinu.
· Allir gjörningarnir, listaverkin, og aðrar uppákomur sem var nóg af til að njóta.
- sjá Ragga elda heilann úrbeinadan hamborgarahrygg med tveimur einnota grillum ásamt nokkrum kolum og álpappír.
- Ad hitta Ágúst Bjarklind, gamlan og gódan bekkjarfélaga úr Hvassleitisskóla. Hann er víst búinn ad eiga heima í Árósum seinsutu tvø ár. Heimurinn er víst ekki svo lítill eftir allt.
-Thessir tveir fánar. Thessi med geimverunni og beljunni er buinn ad vera seinustu 5 arin a.m.k., en hann virdist hafa hrundid af stad bylgju, tvi tad mátti sjá thónokkra beljurídingarfána á thessari hátíd








· Margt, margt fleira...



Vona ad tid hafid notid lestursins

Kv
Gunni Hróaskelfir


bönsj af myndum hérna

3 Comments:

At 9:04 e.h., Blogger emil+siggalóa said...

Vá! Vissi ekki að Hróaskelda væri svona mikið meira en tónleikar...

SL

 
At 8:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var rosalega flott samantekt. Ég efast um að einhver nái að slá þessari lýsingu við. Takk fyrir samveruna.

 
At 12:25 f.h., Blogger Gauti said...

Góð saga Gunni og takk fyrir frábæra skemmtun.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed