sunnudagur, júlí 23, 2006

Helsingor - Helsingborg, hver er munurinn? Hér er svarið:

Þá erum við búin að fara í okkar fyrstu útilegu (að Hróaskeldunni undanskildri...já og oplevelsetúrnum hennar Ragnheiðar líka, ok ekki alveg sú okkar fyrsta). En við fórum allaveganna til Helsingor með nýja tjaldið og nýju vindsængina (takk Raggi, fyrir að skilja það eftir á Hróa J), og með í för var fósturbarnið okkar hún Regína. Það var búið að spá 30 stigum og glampandi sól, en e-ð voru skýin að flækjast fyrir. Við skoðuðum því bæinn ágætlega og komumst að því að það er ekkert “kaffihús” (eins og við þekkjum það) heldur bara hefðbundnir danskir veitingarstaðir (sem sagt smorrebrod, rauðsprettur o.þ.h.). Það er kannski gert fyrir túrismann enda var varla þverfótað fyrir Svíum sem koma þarna til að gera góð kaup á bjór og víni. Það er sem sagt miklu ódýrara fyrir Svía að koma yfir til Danmerkur og fylla á byrgðirnar (líkt og Danirnir gera í Þýskalandi). Það eru meira að segja staflarnir af bjórkössunum á bryggjunni þannig að fólk getur næstum tekið sömu “strætó”ferjuna tilbaka til Svíþjóðar (það fara þrjár ferjur á 20 mín fresti!). Býst ég við að sá staður verði kallaður Bjórbryggjan í túristaferðum í framtíðinni, líkt og mörg Fiskitorgin heita nú.





Við skelltum okkur því yfir til Helsingborgar í Svíþjóð sem er aðeins 20 mínútna ferð, fengum okkur að borða þar og skoðuðum aðeins bæinn. Komumst að því þar að bjórinn er greinilega ekki auðfenginn þar, heldur er frekar seldur léttbjór á minni veitinastöðum (3.5%, aðeins sterkari en léttbjórinn heima). Annars er Helsingborg mun nýlegri en Helsingor, og snyrtilegri, en ekki með jafn mikinn sjarma og Helsingor.





Við skoðuðum einnig Kronborg höllina í Helsingor sem var hernaðarlega mikilvæg í sífelldum stríðum við Svíana, og svo er höllin sögð vera sögusvið leikritsins Hamlets. Þar bjó einnig Friðrik II sem gerðist svo kræfur að breyta lögunum svo hann gæti gifst 14 ára skyldmenni sínu. Þau lifðu þó hamingjusöm til æviloka.



Hehe, nú ættuð þið sem sagt að geta sleppt því að koma til þessara staða... :)

1 Comments:

At 2:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull ertu mikið beib Ragga mín:) Það fer þér nú bara vel að vera ljóshærð, verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við því :p

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed