þriðjudagur, maí 23, 2006

Ummmm....UMAMI

Fórum út að borða á rugl flottum stað núna á laugardaginn. Staðurinn hér UMAMAMI og er japanskur staður sem er búið að aðlaga að evrópskum matarháttum. Ef ég ætti að lýsa staðnum myndi ég reyna lýsa honum sem blöndu af partýstemmingu og kvöldverði. Það var nefninlega bar inná staðnum með nokkuð grúví tónlist svo manni leið eins og maður væri staddur í partýi, og ansi heitu í þokkabót (ég var amk að stikna þarna inni). Þetta var líka sá flottasti sem ég hef komið inná, því allt var eins og listaverk þarna inni (modern list), geðveikt cool lýsing alls staðar, diskarnir líklegast hand made og hnífapörin voru frá Rosendahl (ef að við hefðum stungið þeim inná okkur hefðum við líklegast komið út á sléttu :)
Ég var nú alveg blautur á bakvið eyrun í þeirri matargerð og hafði ekki einu sinni smakkað sushi, svo ég leyfði nú bara einum við borðið að panta fyrir mig, og ekki var ég svikinn. Pöntuðum fullt af smáréttum fyrir fjóra og gat því smakkað fullt af bragðgóðum réttum. upplifun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed