fimmtudagur, mars 02, 2006

Not so big moving day

++ Já, það verða íbúðarskipti nú um helgina, þ.e. við förum frá þeirri sem við erum í núna, til íbúðarinnar sem við hliðina á okkar. Spurning um að slá tvær flugur í einu höggi og halda svona innflutnings –og útflutningspartý í einu, eða kannski bara flutningspartý. Þar geta gestirnir tekið þátt í að flytja dótið yfir og partýið verður svona mest á ganginum bara. Fermum allt dótið okkar yfir með svona kínverskri keðju. Það er spurning...

++ Annars rámar mig í umtal um íslenska knattspyrnuliðið þegar við vorum ekki alveg sátt við stöðu liðsins okkar á FIFA listanum hérna fyrir nokkrum árum. “Ég meina kommon...liðið fyrir ofan okkur er Trínidad og Tóbagó...how lame is that?” Já, frekar lame...a.m.k. fyrir Trínidad.

++ Ég verð samt að tjá mig aðeins um útrásina okkar góðu og þá hér í Danaveldi. Ég er að sjálfsögðu fylgjandi henni en mér finnst samt svona frekar mikill óþarfi að Íslendingar eru að fara í samkeppni hvorn við annan á erlendri grundu. Það hljóta að vera fleiri fiskar í sjónum. Nú eru Kaupþing og Landsbanki farnir að kaupa til sín toppstjórnendur frá hvorum öðrum í dönsku bönkunum sem þeir eiga stóra hluti í hérna, og Baugur og Björgúlfsfeðgar farnir að bítast um fasteignarmarkaðinn í sínum dönsku fasteingarfélögum. Það kannski segir okkur e-ð um keppnisskapið okkar eins og einn félaginn minn orðaði það.

2 Comments:

At 8:25 e.h., Blogger Hvar er Axel!!! said...

Til hamingju með íbúðinna aldrei að vita nema maður krassi einhvertímann

 
At 3:18 e.h., Blogger Drekaflugan said...

já takk fyrir það! það verður að sjálfsögðu pláss fyrir stráksa...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed