Not so big moving day
++ Já, það verða íbúðarskipti nú um helgina, þ.e. við förum frá þeirri sem við erum í núna, til íbúðarinnar sem við hliðina á okkar. Spurning um að slá tvær flugur í einu höggi og halda svona innflutnings –og útflutningspartý í einu, eða kannski bara flutningspartý. Þar geta gestirnir tekið þátt í að flytja dótið yfir og partýið verður svona mest á ganginum bara. Fermum allt dótið okkar yfir með svona kínverskri keðju. Það er spurning...
++ Annars rámar mig í umtal um íslenska knattspyrnuliðið þegar við vorum ekki alveg sátt við stöðu liðsins okkar á FIFA listanum hérna fyrir nokkrum árum. “Ég meina kommon...liðið fyrir ofan okkur er Trínidad og Tóbagó...how lame is that?” Já, frekar lame...a.m.k. fyrir Trínidad.
++ Ég verð samt að tjá mig aðeins um útrásina okkar góðu og þá hér í Danaveldi. Ég er að sjálfsögðu fylgjandi henni en mér finnst samt svona frekar mikill óþarfi að Íslendingar eru að fara í samkeppni hvorn við annan á erlendri grundu. Það hljóta að vera fleiri fiskar í sjónum. Nú eru Kaupþing og Landsbanki farnir að kaupa til sín toppstjórnendur frá hvorum öðrum í dönsku bönkunum sem þeir eiga stóra hluti í hérna, og Baugur og Björgúlfsfeðgar farnir að bítast um fasteignarmarkaðinn í sínum dönsku fasteingarfélögum. Það kannski segir okkur e-ð um keppnisskapið okkar eins og einn félaginn minn orðaði það.
Til hamingju með íbúðinna aldrei að vita nema maður krassi einhvertímann
já takk fyrir það! það verður að sjálfsögðu pláss fyrir stráksa...