miðvikudagur, janúar 04, 2006

hellú

Gleðilegt árið allir saman og takk fyrir það gamla! Já, tívolíferðin heldur áfram og við reynslunni ríkari stígum úr rússibananum og beint yfir í kolkrabbann. Ég vona bara að engum hafi orðið óglatt. Allaveganna ætlum við að prófa kolkrabbann í köben á þessu ári. Annars sé ég fram á gott ár og mun vonandi ná að miðla því hingað að e-u leyti.
Seinasti mánuðurinn hér í Árósum að hefja sitt skeið og hófst strax með skilum á vinnusálfræðiritgerðinni minni. Vinnan yfir jólin skilaði sér greinilega. Næstu skil eru á þriðjudaginn og svo er önnin formlega búin. LÍNverjar ættu því að geta farið að telja til peningana fljótlega.
Annars var engin pása eftir að heim var komið. Eftir skil á ritgerðinni var bitið á jaxlinn á kíkt aðeins á útsölunnar og gerð góð kaup þar. Engin linkind á þeim bænum,
ónei...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed