sunnudagur, janúar 08, 2006

Flutningar, íbúðir og sköllóttir menn

Sæl veriði nær og fjær. Við erum byrjuð að huga að flutningum til Kóngsins Kaupmannahafnar. Við flytjum sumsé þann 1 febrúar og skellum búslóðinni í geymslu vegna þess að við erum ekki búin að fá stúdentaíbúð. Svo eru Gerður og Kjarri búin að leyfa okkur að gista hjá sér til 5. febrúar en þá flytjum við í íbúð við Svanemollen station. Við erum búin að framleigja þá íbúð af tveim stelpum sem eru að fara að ferðast í mánuð, svo vonandi verðum við komin með stúdentaíbúð þá, annars verðum við bara að finna útúr því þegar þar að kemur.
Annars erum við aðeins byrjuð að pakka niður, hentum fjórum hálffullum svörtum ruslapkum af dóti og drasli svona til að létta aðeins á.
Verð samt að segja að það var rosalega gaman að koma heim um jólin og hitta alla verst að maður gat ekki stoppað lengur, en maður varð víst að mæta í praktikina aftur.
Svo er Gunni orðin sköllóttur aftur he he, nei kallinn er búin að snoða kollinn, fer honum líka svo vel.

3 Comments:

At 11:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þið eruð komin með stað til vera á þangað til að þið fáið íbúðina ykkar! En það var líka gaman að fá ykkur í heimsókn:) En Gunni orðinn sköllóttur, minnir mig á færsluna sem Gunni skrifaði þegar hann rakaði hausinn að nú hefði Ragnheiður látið vera af því og rakað hárið sitt af, og svo kom mynd af hárinu hans Gunna í vaskinum! Það muna kannski ekki allir eftir þessu en gaman að þessu samt;) En ég bið ykkur vel að lifa!:) Kveðja María lil sis

 
At 3:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

uss..eins mikið og ég styð snoðunina þá verður þú að láta hárið vaxa aftur áður en þú kemur aftur heim, gunni. Amma er nógu óhress með mig svona hehe, hún talar vart um annað..og það kemur ekki til greina að ég láti það vaxa aftur q:D
kv.
Árni Bragi

 
At 4:48 e.h., Blogger Drekaflugan said...

já þetta er alltaf ansi þægilegt. svo verður hárið enn þykkara þegar það vex, eða svo segir hárfræðingurinn Ragnheiður. aldrei að vita samt hvenær það mun na almennilegri þykkt, serstaklega i sumar

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed