kaffi - lífsins elexír
Svo er það bara seinasti dagurinn í praktíkinni á morgunn! Í tilefni af því ákvað ég reyna lífga aðeins uppá daginn og koma með e-ð í kveðjugjöf í dag (líkt og þeir gera þegar fólk hættir þarna eða á afmæli). Flestir kaupa rúnstykki fyrir hópinn (í staðinn fyrir nýbakað brauð sem er alltaf á boðstólnum) en mér finnst brauðið svo gott að mér langaði að gera e-ð annað og keypti því nýmalað kólumbískt kaffi hjá dealernum mínum hérna í Árósum, ásamt sérstöku jólate. Það var búið að hlakka í mér alla vikuna að mæta niður í mötuneyti í morgunn og sjá sælusvipinn yfir öllum og finna ferskan kaffiilminn (e-r með fleiri orð þar sem tvö i koma í röð?) og vita það að í hvert skipti sem þau fá sér síðan gott kaffi þá þau minnast þau mín og hugsa "já, kaffidúddinn". En svo þegar ég mætti niður í morgun og fékk mér kaffibolla þá fann ég bara alls engann mun...og enginn annar heldur. Þess vegna varð þetta blogg því aldrei að því sem það átti að vera...
Til hamingju með að klára praktíkina. En ég verð samt að segja við ykkur elskurnar, að þið ættuð að íhuga að breyta um nafn á bloggsíðunni ykkar. Þetta hljómar eins og titill á einhverri klámmynd (e.g. Debbie does Dallas). ;o) Vonaaðþiðhafiðþaðgottumjólin
Hahaha, frábært! nú hugsa allir, hey dúddinn sem kom ekki með NEITT í lokamorgunverðinn, djöfull var hann frábær! ;) Nii, ég er viss um að þau dýrka þig! Til hamingju með að vera búinn með ógeðis praktíkina :) Ógeð skemmtilegar próflestrarkveðjur úr Hildarlandi!
takk fyrir það bæði tvö, nú er það bara að taka á því skólanum líkt og þú Hildz. Ég held nefninlega ég verð ekkert rosalega skemmtilegur í jólafríinu, verð líklega á kafi í ritgerðinni og svo hafði ég hugsað mér að klippa myndina mína líka. hmmm.....gangi mér og þér vel segji ég nú bara :)
en takk fyrir hrósið á nafninu á bloggsíðunni :)