hvernig líst þér á þessi epli?
Ég sat á skrifstofunni minni núna um daginn og var að skrifa skýrslur og þá laust allt í einu niður í mig nokkuð sem ég varð alveg forviðra yfir. Nefninlega sú spurning um hvernig í óskupunum fá sniglar kuðunginn sinn!?! Getur e-r vinsamlegast svarað mér því? Ég meina ekki fæðast þeir með hann, því sniglar eru jú lindýr eða hvað það var, og fjölga sér líklega með e-s konar skiptingum eins og maðkar (er ég að vaða í villu vegar?) svo það væri líklegast nokkuð erfitt að mynda svona skel út úr engu (en ótrúlegri hlutir líkt hafa nú gerst líkt og getnaður barns). Ég fór því að velta því fyrir mér hvort hún gangi nidur í ættir eða hvort þeir þyrftu að leita sér að einni sjálfir, fara kannski nidur i fjoru snemma á lifsleidinni. Svo er líka sá möguleiki að þeir þyrftu kannski að vinna fyrir henni. Sýna jafnvel smá hugrekki líkt og tja...t.d. að fara yfir götu eða stíg, enda er alveg ótrúlega mikið af þeim þar sem við Ragnheiður joggum stundum. E-r hugmyndir?
Ég get sagt þér ýmislegt um snigla og ég held að þeir fæðist með skelina, sem svo vex með þeim.
Stærsti landsnigill sem hefur fundist var 38cm á lengd og vóg um 900grömm.
Þeir geta lifað allt að 15 ár, anda með lungum og þróuðust frá sæsniglum fyrir um 600 milljón árum.
24. maí er alþjóðlegur dagur snigilsins.
Og verði ykkur að góðu.
Þú leynir á þér Abbi! þú ert aldeilis fróður um snigla. Takk fyrir þetta. Voru þessar upplýsingar bara að leika sér inní minnisgeymslunum þínum sem þú bara svo opnaðir fyrir?